Kærleikur til Guðs og náungans knýr votta Jehóva til að segja öllum frá fagnaðarerindi Biblíunnar, líka þeim sem hafa áður sagt að þeir hafi ekki áhuga. (Matteus 22:37-39) Kærleikur okkar til Guðs fær okkur til að hlýða boði sonar hans að „prédika fyrir alþjóð“. (Postulasagan 10:42; 1. Jóhannesarbréf 5:3) Til að gera þetta færum við fólki boðskap Guðs oftar en einu sinni, rétt eins og spámenn Guðs gerðu til forna. (Jeremía 25:4) Okkur þykir vænt um nágranna okkar og reynum því að segja öllum frá fagnaðarerindinu um ríkið sem getur bjargað mannslífum, þar á meðal þeim sem höfðu ekki áhuga í fyrstu. – Matteus 24:14.

Við finnum gjarnan áhuga þegar við förum aftur þangað sem enginn áhugi var áður. Fyrir því geta verið þrjár ástæður:

  • Fólk flytur.

  • Aðrir á heimilinu sýna boðskap okkar áhuga.

  • Fólk breytist. Heimsviðburðir eða persónulegar aðstæður verða til þess að fólk áttar sig á því að ,maðurinn lifir eigi á einu saman brauði‘ og það fær áhuga á boðskap Biblíunnar. (Matteus 5:3) Jafnvel þeir sem eru á móti geta breytt um afstöðu eins og Páll postuli. – 1. Tímóteusarbréf 1:13.

Við þröngvum samt ekki boðskap okkar upp á nokkurn mann. (1. Pétursbréf 3:15, 16) Við lítum svo á að hver og einn þurfi að taka eigin ákvörðun í sambandi við tilbeiðslu. – 5. Mósebók 30:19, 20.