Hoppa beint í efnið

Banna Vottar Jehóva ákveðnar bíómyndir, bækur eða tónlist?

Banna Vottar Jehóva ákveðnar bíómyndir, bækur eða tónlist?

Nei. Söfnuðurinn skrifar ekki gagnrýni um ákveðnar kvikmyndir, bækur eða tónlist til að ákveða hvað eigi að forðast. Við gerum það ekki vegna þess að:

Biblían hvetur hvern og einn til að ,aga hugann til að greina gott frá illu.‘ – Hebreabréfið 5:14.

Í Biblíunni er að finna meginreglur sem kristnir menn geta haft í huga þegar þeir velja sér afþreyingarefni. * Markmið okkar er að geta „metið rétt hvað Drottni þóknast“ á öllum sviðum lífsins. – Efesusbréfið 5:10.

Biblían kennir að höfuð fjölskyldunnar geti hafnað ákveðnu afþreyingarefni fyrir hönd fölskyldunnar. (1. Korintubréf 11:3; Efesusbréfið 6:1-4) Hins vegar getur enginn utan fjölskyldunnar sett ákveðnar kvikmyndir, tónlist eða tónlistarmenn á einhvern bannlista fyrir votta Jehóva. – Galatabréfið 6:5.

^ gr. 3 Biblían fordæmir til dæmis allt sem ýtir undir andatrú, kynferðislegt siðleysi og ofbeldi. – 5. Mósebók 18:10-13; Efesusbréfið 5:3; Kólossubréfið 3:8.