Hoppa beint í efnið

Miðar undir þvottavélinni

Miðar undir þvottavélinni

 Zarína hafði skírst sem vottur Jehóva í Rússlandi. Þegar hún sneri aftur til heimalands síns í Mið-Asíu var hún staðráðin í að ala upp dætur sínar tvær í trúnni. Hún átti ekki mikið handa á milli og bjó því í eins herbergis íbúð ásamt foreldrum sínum, bróður og mágkonu. Foreldrar hennar bönnuðu henni að kenna dætrum sínum biblíusannindi. Þeir bönnuðu líka dætrum hennar að tala við hana um Biblíuna.

 Zarína braut heilann um hvernig hún gæti hjálpað stelpunum að kynnast Jehóva. (Orðskviðirnir 1:8) Hún bað því innilega til Guðs og bað hann að gefa sér leiðsögn og visku. Zarína breytti síðan í samræmi við bænir sínar. Hún fór með dætur sínar í göngutúra og talaði við þær um undur sköpunarverksins. Þessir göngutúrar vöktu áhuga stelpnanna á skaparanum.

 Zarínu datt síðan í hug aðferð til að kenna dætrum sínum meira og nota bókina Hvað kennir Biblían? a Hún skrifaði greinar og spurningar orðrétt upp úr bókinni á miða. Hún bætti einnig við nokkrum setningum til að hjálpa dætrum sínum að skilja efnið betur. Því næst faldi hún miðana ásamt blýanti undir þvottavélinni á baðherberginu. Þegar stelpurnar voru inni á baði lásu þær greinarnar og skrifuðu niður svörin sín.

 Með þessari aðferð gat Zarína farið yfir tvo kafla í bókinni Hvað kennir Biblían? með dætrum sínum áður en hún fann annað húsnæði. Þar gat hún alið dætur sínar upp hindrunarlaust. Í október 2016 skírðust dætur hennar. Þær eru ánægðar að móðir þeirra skyldi sýna visku og gætni til að fræða þær um Guð.

a Núna nota margir bókina Von um bjarta framtíð.