Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Upplýsingar um útibú og skoðunarferðir

Þér er hjartanlega velkomið að skoða skrifstofur okkar og prentsmiðjur. Hér færðu upplýsingar um hvar útibú okkar eru og hvenær hægt er að skoða þau.

 

Bandaríkin

Bóka skoðunarferðir

Þarf að bóka skoðunarferð fyrir fram? Já. Til að koma í veg fyrir að of margir gestir komi á sama tíma og til að tryggja að allir hafi sem mest gagn af ferðinni er mikilvægt að allir gestir, sem heimsækja Patterson, Wallkill eða Warwick, bóki skoðunarferð áður en þeir koma í heimsókn, óháð því hve hópurinn er stór. Smelltu á tenglana hér að neðan til að bóka skoðunarferð um hvern þann stað sem þú vilt heimsækja.

Er hægt að fá skoðunarferð þó að maður hafi ekki bókað fyrir fram? Það er ekki víst að við getum tekið á móti þér ef þú bókar ekki skoðunarferð. Vegna þess hvernig söfnin í Warwick eru hönnuð eru takmörk fyrir því hve margir gestir geta skoðað þau á hverjum degi.

Hvenær á maður að mæta fyrir skoðunarferð? Við mælum með því að fólk mæti ekki meira en klukkutíma fyrir skoðunarferð. Annars er hætta á að bílastæði og anddyri verði yfirfull.

Hversu margar Betelskrifstofur er hægt að skoða á einum degi? Það er ekki hægt með góðu móti að skoða fleiri en tvo staði á einum degi.

Hópar með færri en 20 manns

Hópar með 20 manns eða fleiri

Bókaðu hópskoðunarferð á Netinu um Betelheimilin í Patterson, Wallkill eða Warwick.

Afbóka skoðunarferð

Fylltu út beiðni á Netinu til að afbóka skoðunarferð.

Warwick

1 Kings Dr.

TUXEDO PARK NY 10987

UNITED STATES

+1 845-​524-​3000

Skoðunarferðir

Hægt verður að fara í skoðunarferðir um Betel í Warwick frá og með mánudeginum 3. apríl 2017. Vinsamlegast bókaðu skoðunarferð á Netinu áður en þú skipuleggur heimsókn.

Mánudaga til föstudaga

8:00 til 16:00

(Sýningar án leiðsögumanns)

8:00 til 11:00 og 13:00 til 16:00

Tekur 20 mínútur

(Skoðunarferð með leiðsögumanni)

Starfsemi

Sýningar án leiðsögumanns

  1. Biblían og nafn Guðs. Á sýningunni getur að líta sjaldgæfar biblíur og dregið er fram hvernig nafn Guðs hefur varðveist í Biblíunni þrátt fyrir tilraunir manna til að fjarlægja það. Af og til breytist hluti sýningarinnar til að sýna fleiri sjaldgæfar biblíur og biblíutengda muni.

  2. Lýður sem ber nafn Jehóva. Á þessari sýningu er trúarleg arfleifð Votta Jehóva sett fram á myndrænan hátt. Sýningargripir, skýringarmyndir og frásögur frá fyrstu hendi sýna hvernig Jehóva hefur jafnt og þétt leiðbeint þjónum sínum, kennt þeim og skipulagt þá til að gera vilja sinn.

  3. Aðalstöðvarnar – trú í verki. Þessi gagnvirka sýning útskýrir hvernig nefndir hins stjórnandi ráðs starfa og hvernig þær hjálpa vottum Jehóva að fylgja fyrirmælum Biblíunnar um að sækja samkomur, gera fólk að lærisveinum, neyta andlegrar fæðu og sýna hver öðrum kærleika.

Skoðunarferð með leiðsögumanni

Í þessari skoðunarferð fær fólk að kynnast starfseminni í vissum álmum skrifstofu- og þjónustubyggingarinnar. Auk þess er svæðið í kring skoðað.

Sækja kynningarbækling

Patterson

100 Watchtower Dr. (2891 Route 22)

PATTERSON NY 12563

UNITED STATES

+1 845-306-1000

Skoðunarferðir

Vinsamlegast bókaðu skoðunarferð á Netinu áður en þú skipuleggur heimsókn.

Mánudaga til föstudaga

8:00 til 11:00 og 13:00 til 16:00

Tekur tvær klukkustundir

Starfsemi

Framleiddir eru mynddiskar og hljóðrit og gerðar myndir fyrir rit okkar. Í skoðunarferð er komið við í nokkrum skólum sem starfræktir eru á svæðinu.

Wallkill

900 Red Mills Rd.

WALLKILL NY 12589

UNITED STATES

+1 845-744-6000

Skoðunarferðir

Vinsamlegast bókaðu skoðunarferð á Netinu áður en þú skipuleggur heimsókn.

Mánudaga til föstudaga

8:00 til 11:00 og 13:00 til 16:00

Tekur tvær klukkustundir

Starfsemi

Árlega eru prentaðar 25 milljónir biblíutengdra rita. Rit eru send út til útibúa um allan heim á yfir 360 tungumálum og til rúmlega 15.000 safnaða Votta Jehóva í Bandaríkjunum, Kanada og eyjum Karíbahafs.