Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

VEFSETRIÐ JW.ORG

Að finna efni á táknmáli

Að finna efni á táknmáli

Af því efni, sem er hannað fyrir heyrnarlausa, er flest á myndbandsformi. Hluti af jw.org, þar á meðal forsíðan, hefur verið þýddur yfir á sum táknmál. Önnur táknmál, sem vefsetrið hefur ekki enn verið þýtt yfir á, bjóða upp á myndbandsútgáfur af bókum, tímaritum og öðru efni undir dálknum ÚTGÁFA.

Notaðu einhverja eftirtalinna aðferða til að finna efni á táknmáli:

 Veldu táknmál

  • Aðferð 1: Smelltu á Veldu tungumál til að fá lista yfir öll tungumálin sem jw.org býður upp á.

  • Hakaðu við Sýna aðeins táknmál til að einskorða tungumálin á listanum við táknmál.

    Þú getur líka slegið inn heiti táknmálsins í leitargluggann. Tungumál, sem passa ekki við það sem þú slærð inn, hverfa af listanum.

  • Aðferð 2: Smelltu á krækjuna „Horfa á myndbönd á táknmáli“ á forsíðunni. Veldu svo táknmál af listanum.

Ef vefsetrið hefur verið þýtt á táknmálið, sem þú valdir, færðu upp síðuna á því tungumáli.

Auðvelt er að þekkja táknmálssíður þar sem lítil tákn fylgja hverri krækju í valmyndinni. Táknin lýsa myndrænt hvað sé að finna á tilheyrandi hluta síðunnar.

Á ÚTGÁFU-hluta síðunnar eru sum heiti í valmyndum öðruvísi en á töluðum málum. Til dæmis er hlutinn TÓNLIST kallaður SÖNGVAR á táknmálum.

Notaðu valmyndina til að rata á efnið sem þú vilt finna. Spilaðu táknmálsmyndböndin eða vistaðu þau á tölvuna þína.

Farðu inn á ÚTGÁFU-hlutann

 Veldu ÚTGÁFA > VALIN RIT.

Veldu táknmál af fellilistanum. Tungumálin skipta hundruðum og því gæti verið sniðugt að smella á reitinn og slá svo inn heiti tungumálsins. Niðurstöðurnar þrengjast eftir því sem þú slærð inn fleiri bókstafi.

Ef fá rit eru til á táknmálinu, sem þú valdir, birtast þau öll á síðunni VALIN RIT. Á þeim táknmálum, sem hafa mörg rit, birtast aðeins nokkur rit á síðunni VALIN RIT. Þú getur valið síðu fyrir vissa útgáfutegund (til dæmis BIBLÍAN, TÍMARIT eða BÆKUR OG BÆKLINGAR) til þess að skoða táknmálsefnið sem er til fyrir þá útgáfutegund.

Notaðu appið JW Library Sign Language

Appið JW Library Sign Language er góður kostur fyrir þig ef:

  •   þú notar oft táknmálsmyndbönd.

  • þú myndir gagnast af því að hafa myndböndin á snjalltækinu þínu þegar þú ert ekki í netsambandi.

  • appið er til fyrir táknmálið þitt.

Frekari upplýsingar má finna á hjálparsíðunni fyrir JW Library Sign Language.