Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

JW LIBRARY

Ferill – iOS

Ferill – iOS

JW Library heldur skrá yfir greinarnar og biblíukaflana sem þú lest. Þetta getur komið að góðum notum, til dæmis ef þú vilt finna biblíuvers sem þú skoðaðir nýlega.

Fylgdu þessum leiðbeiningum til að nota ferilinn:

 Skoða ferilinn

Ýttu á Biblían og haltu niðri til að sjá lista yfir biblíuvers sem þú hefur lesið nýlega. Veldu vers í ferlinum til að skoða versið.

Ýttu á Útgáfa og haltu niðri til að sjá lista yfir greinar sem þú hefur lesið nýlega. Veldu grein í ferlinum til að skoða hana.

 Hreinsa ferilinn

Ýttu á Biblían eða Útgáfa og haltu niðri til að opna ferilinn. Veldu Hreinsa til að hreinsa listann.

Þessir eiginleikar komu fyrst út í maí 2014 með JW Library 1.2 sem virkar á iOS útgáfu 6.0 og nýrri. Ef þú sérð ekki þessa eiginleika skaltu fylgja leiðbeiningunum í greininni „Fyrstu skrefin í JW Library – iOS“ undir Sæktu nýjustu útgáfu.