Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

JW LIBRARY

Fyrstu skrefin í JW Library – Android

Fyrstu skrefin í JW Library – Android

Velkomin! Appið JW Library er hannað fyrir þá sem vilja lesa og rannsaka Biblíuna og biblíutengd rit. Með valmyndarstikunni geturðu flakkað á milli helstu hluta forritsins. Opnaðu valmyndarstikuna með því að strjúka frá vinstri brún skjásins eða velja valmyndarhnappinn efst í vinstra horninu.

 Biblían

Í biblíuvalmyndinni er að finna biblíuþýðingar á fjölda tungumála. Veldu biblíubók og síðan kafla til að byrja að lesa. Í námsglugganum getur þú skoðað neðanmálsathugasemdir, millivísanir og borið saman þýðingar.

Flettu upp á öðrum ritningarstað með því að opna valmyndarstikuna og velja aftur Biblían. Þá ferðu aftur á listann yfir biblíubækurnar.

 Útgáfa

Í útgáfuvalmyndinni er að finna rit, hljóðskrár og myndbönd á fjölda tungumála. Veldu rit og síðan grein til að byrja að lesa. Þú getur einnig kallað fram ritningarstaði sem koma fyrir í greininni. Veldu biblíuvísun til að sjá versið í námsglugganum. Þar geturðu síðan smellt á krækju til að opna versið í biblíunni.

Kallaðu fram valmyndarstikuna og veldu aftur Útgáfa til að opna annað rit.

 Dagstexti

Dagstextann finnurðu með því að opna valmyndarstikuna og velja Dagstexti.

 Á Vefnum

Veldu Á Vefnum á valmyndarstikunni til að fá upp krækjur inn á opinber vefsvæði okkar.

 Sæktu nýjustu útgáfu

Sæktu nýjustu uppfærslurnar af JW Library til að vera viss um að þú getir nýtt þér allt sem appið hefur upp á að bjóða.

Gott er að hafa nýjustu útgáfuna af Android sem er til fyrir tækið þitt. Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi síðu: https://support.google.com/nexus/answer/4457705.

Þú getur virkjað sjálfkrafa uppfærslur forrita í stillingunum á tækinu þínu. Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi síðu: https://support.google.com/googleplay/answer/113412.