Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

JW LIBRARY

Biblíur – Android

Biblíur – Android

JW Library er hannað fyrst og fremst til biblíulesturs og -náms.

Fylgdu þessum leiðbeiningum til að sækja, eyða eða uppfæra biblíur:

 Sækja biblíu

Þú getur sótt eins margar biblíuþýðingar og þú vilt, og lesið án nettengingar.

  • Opnaðu valmyndarstikuna og veldu Biblían til að sjá listann yfir biblíubækur.

  • Veldu tungumálahnappinn til að sjá lista yfir allar fáanlegar biblíur. Þýðingar á þeim tungumálum sem þú notar oftast birtast efst á listanum. Þú getur líka leitað í listanum með því að slá inn nafnið á tungumáli eða biblíuþýðingu. Til dæmis geturðu slegið inn „int“ til að finna Kingdom Interlinear-þýðinguna á ensku og „port“ til að finna allar biblíur á portúgölsku.

  • Biblíur, sem þú hefur ekki enn sótt, eru merktar með skýjatákni. Ýttu á biblíu til að sækja hana. Þegar biblían hefur verið sótt hverfur skýjatáknið. Ýttu aftur á biblíuna til að lesa í henni.

Ef þú sérð ekki biblíuþýðinguna sem þú leitar að skaltu athuga aftur seinna. Nýjum þýðingum er bætt við eftir því sem þær verða fáanlegar.

 Eyða biblíu

Þú getur eytt biblíuþýðingu ef þú þarft ekki lengur á henni að halda eða ef þú vilt losa um geymslupláss.

Opnaðu valmyndarstikuna og veldu Biblían. Ýttu svo á tungumálahnappinn til að fá upp listann yfir biblíur. Veldu meira-hnappinn við hliðina á biblíunni sem þú vilt eyða og ýttu svo á ruslafötuna.

 Uppfæra biblíu

Uppfærslur geta af og til verið gefnar út fyrir biblíu sem þú hefur sótt.

Uppfærslumerki birtist við hliðina á biblíu sem hægt er að uppfæra. Þegar þú velur biblíuna birtast skilaboð um að uppfærsla sé í boði. Veldu Sækja til að uppfæra eða Seinna til að halda áfram að lesa í útgáfunni sem þú hefur.

Þessir eiginleikar komu fyrst út í febrúar 2015 með JW Library 1.4 sem virkar á Android útgáfu 2.3 og nýrri. Ef þú sérð ekki þessa eiginleika skaltu fylgja leiðbeiningunum í greininni „Fyrstu skrefin í JW Library – Android“ undir „Sæktu nýjustu útgáfu“.