Hoppa beint í efnið

JW LIBRARY SIGN LANGUAGE

JW Library Sign Language – yfirlit

JW Library Sign Language – yfirlit

JW Library Sign Language er app gefið út af Vottum Jehóva. Það sækir, flokkar og spilar myndbönd á táknmáli frá jw.org.

Horfðu á Biblíuna og önnur rit á táknmáli. Settu myndböndin inn á snjallsímann svo að þú getir horft á þau þegar þú ert ekki nettengdur. Njóttu þess að horfa á litríku myndirnar og vinna með notendavæna viðmótið.

 

Einfalt viðmót

Á biblíusíðunni getur þú skoðað þær bækur Nýheimsþýðingarinnar sem búið er að gefa út. Þar getur þú líka skoðað einstaka vers sem ekki hafa verið gefin út sem hluti af Nýheimsþýðingunni en búið er þýða yfir á táknmál í örðum ritum. Á síðunni Library er hægt að skoða önnur rit og myndbönd sem fáanleg eru á jw.org.

 

Leitaðu uppi biblíuvers með hraði

Á meðan þú ert að horfa á rit á myndbandi getur þú smellt á biblíuhnappinn. Myndbandið fer þá á bið á meðan þú finnur biblíuversið og horfir á það. Farðu síðan aftur á Library–síðuna til að halda áfram að horfa á upprunalega ritið.

 

Auðvelt að hlaða niður myndböndum

Þau myndbönd sem þú hefur ekki hlaðið niður eru skyggð. Smelltu á myndband til að sækja það frá jw.org. Smelltu á Download All-hnappinn til að sækja öll myndböndin á síðunni. Smelltu á myndbandið og haltu fingrinum þar í smá stund til þess að eyða því.

 

Geymslurými

Þú getur valið hvort þú hleður niður stórum (aukin gæði) eða smáum (minni gæði) myndböndum. Ef það er rauf fyrir SD-kort á tækinu þínu getur þú valið hvort þú geymir myndböndin á tækinu sjálfu eða á SD-korti.

 

Notendavænn margmiðlunarspilari

Notaðu þessar einföldu aðgerðir til að stjórna spiluninni:

  • Ýta með tveim fingrum: Spila myndband eða setja það á pásu.

  • Strjúka til vinstri: Hoppa yfir á næsta bókamerki.

  • Strjúka til hægri: Hoppa aftur á fyrra bókamerki.

  • Strjúka upp: Hraða spilun. (Þetta er ekki hægt á Android.)

  • Strjúka niður: Hægja á spilun. (Þetta er ekki hægt á Android.)

  • Smella einu sinni: Sýna eða fela stjórntæki.

 

Hjálp

Ef þú átt í erfiðleikum með JW Library Sign Language skaltu fylla út og senda inn hjálpareyðublaðið okkar á Netinu.