Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

JW BROADCASTING

Að breyta stillingum á tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma

Að breyta stillingum á tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma

Settings-valmyndin gerir þér kleift að sníða tv.jw.org að þínum þörfum.

Smelltu á Settings-merkið. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að uppfæra stillingarnar þínar:

Athugið: Þessar breytingar gilda aðeins í þeim vafra eða snjallsíma þar sem þeim er breytt. Ef þú hreinsar minni vafrans (Cache) breytast stillingarnar aftur í þær upprunalegu.

 Velja myndbandsupplausn

  • Smelltu á hnappinn með þeirri upplausn sem þú kýst.

  • Smelltu á Save til að vista breytingarnar.

Hvað merkja þessar tölur? Þessar tölur segja til um hæð myndbandsrammans sem er þá bæði tákn um upplausn og gæði. Því hærri sem talan er þeim mun betri er upplausnin og þarftu því hraðari nettengingu.

Eftirfarandi tafla útskýrir myndbandsupplausn:

Upplausn

Lýsing

240p

Minnstu gæði. Virkar vel á símum með litlum skjá.

360p

Lítil gæði. Virkar vel á símum með litlum skjá.

480p

Hefðbundin gæði. Virkar vel á spjaldtölvum, tölvuskjáum og sjónvörpum sem styðja hefðbundin gæði.

720p

Hágæði (HD). Virkar vel á tölvuskjáum sem ná 1024x768 upplausn eða HD-sjónvörpum sem ná 1280x720 upplausn.

1080p

Mestu gæði (HD). Virkar vel á tölvuskjáum sem ná 1080 punkta lóðréttri upplausn eða HD-sjónvörpum sem ná 1920x1080 upplausn.

Af hverju ætti ég að breyta upplausninni? Ef þú ert með hæga nettengingu og þú sérð að myndbandið stöðvast oft eða er rykkjótt þá getur verið betra að hafa minni upplausn. Reyndu að hafa upplausnina á þeirri stillingu sem er best fyrir tölvuna þína eða síma. Það gæti líka verið að þú viljir hafa minni upplausn til að lækka niðurhalskostnað.

Hvernig virkar þessi stilling? TV.JW.ORG reynir aldrei að streyma myndband til þín í hærri upplausn en þú hefur valið í stillingunum. (Sjá Horfðu á efni sem streymt er á tv.jw.org.)

Ef þú velur Automatic-stillingu mun tv.jw.org sjálfkrafa velja bestu upplausnina fyrir þig miðað við stærðina á skjánum.

 Virkja eða taka í burtu texta

Sumum myndböndunum fylgir texti. Þessir textar eru á sama tungumáli og myndbandið.

  • Ef þú vilt sjá textann skaltu haka við Display Subtitles When Available.

  • Fjarlægðu hakið ef þú vilt fela textann.

  • Smelltu á Save til að vista breytingarnar.

Athugið: Þessi stilling á við öll textuð myndbönd hvort sem þau eru að finna í Streaming- eða Video on Demand-hluta síðunnar.

 Velja þá rás sem þú vilt að hafi forgang

Til að byrja með man tölvan hvaða rás þú horfðir á síðast og byrjar aftur þar næst þegar þú velur Streaming.

En það getur verið að þú viljir að ákveðin rás hafi forgang og byrji að spila í hvert skipti sem þú velur Streaming. Foreldrar gætu til dæmis viljað að spjaldtölvan sem börnin nota fari beint á rásina Children.

  • Til að fá alltaf sömu upphafsrásina í Streaming skaltu fara í Settings og velja nafn rásarinnar.

  • Til að fá aftur upphaflegar stillingar skaltu velja Start with my last selected channel.

  • Smelltu á Save til að vista breytingarnar.