Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

JW BROADCASTING

Notaðu Roku til að horfa á streymt efni

Notaðu Roku til að horfa á streymt efni

Hlutinn, sem nefnist Streaming á JW Broadcasting, má líkja við sjónvarp því að þar er að finna margar rásir með mismunandi dagskrárefni. Veldu Video on Demand ef þú vilt stjórna spiluninni (það er að segja horfa á myndbönd frá byrjun og hafa kost á að stöðva spilun eða spóla afturábak og áfram).

(Athugið: Í þessum leiðbeiningum eru skýringarmyndir af fjarstýringu fyrir Roku 3. Þín fjarstýring gæti verið aðeins öðruvísi.)

Fylgdu þessum leiðbeiningum til að fá sem mest út úr efninu, sem streymt er á JW Broadcasting, með Roku-spilaranum þínum:

 Horfa á streymirás

Veldu Streaming á heimasíðu JW Broadcasting til að sjá rásirnar sem eru í boði.

Notaðu hægri og vinstri örvarnar á Roku-fjarstýringunni til að fletta í gegnum rásirnar. Rásin, sem valin er, birtist á miðjum skjánum með mynd, heiti og stuttri umfjöllun. Ýttu á OK-takkann til að spila þá rás.

Á meðan síðan sækir rásina sést heiti rásarinnar á skjánum ásamt heiti myndbandsins sem er í gangi á rásinni og heiti næstu þriggja dagskrárliða.

Ráð: Ýttu á vinstri örvatakkann á fjarstýringunni til að fela aðalvalmyndina þegar myndbandið birtist.

 Skipta um rás

Þegar þú horfir á streymi eru tvær leiðir til að skipta um rás:

  • Fara aftur í valmyndina þar sem rásirnar eru.

    Ýttu á vinstri örvatakkann eða á Back-takkann til að fara aftur í valmyndina. Notaðu svo hægri og vinstri örvarnar til að fletta í gegnum rásirnar. Ýttu á OK-takkann til að velja rás.

  • Skipta beint yfir á aðra rás.

    Á meðan rásin er í spilun getur þú ýtt á upp eða niður örvarnar til að skipta um rás. Á meðan síðan sækir rásina sérðu heiti rásarinnar og heiti myndbandsins. Ýttu á upp eða niður örvarnar til að flakka á milli rása.

 Nota rásarvalmyndina

Þú getur ýtt á hægri örvatakkann til að opna rásarvalmyndina.

Á rásarvalmyndinni er að finna heiti rásarinnar, myndbandsins sem er í spilun og næstu dagskrárliða. Auk þess eru tveir valmöguleikar: Play From Beginning og Play With Subtitles. Notaðu upp og niður örvarnar til að skyggja valmöguleika og ýttu svo á OK-takkann.

  • Play From Beginning: Veldu þennan valmöguleika til að horfa á myndbandið í Video on Demand-hlutanum. Þar getur þú spilað myndbandið frá byrjun, stöðvað spilun og spólað áfram eða afturábak.

  • Play With Subtitles: Veldu þennan valmöguleika til að fá texta á myndbandið (þar sem það stendur til boða) hvort sem er í Streaming- eða Video on Demand-hlutanum. Til að fela textann skaltu fara aftur í valmyndina og velja Play Without Subtitles. (Athugið: Þessi valmöguleiki er aðeins til staðar ef texti er til fyrir viðkomandi myndband.)

Til að loka rásarvalmyndinni getur þú ýtt á vinstri ör, hægri ör eða Back-takkann.