Hoppa beint í efnið

Meðferð persónuupplýsinga í söfnuði Votta Jehóva um allan heim

Meðferð persónuupplýsinga í söfnuði Votta Jehóva um allan heim

MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA

Nálgast má meirihluta efnisins á þessu vefsetri án þess að notandinn skrái sig og án þess hann þurfi að láta okkur í té nokkrar upplýsingar. Sum svæði eru þó aðeins aðgengileg notendum sem hafa skráð sig inn, senda inn beiðnir eða umsóknir eða notendum sem fá söfnuð Votta Jehóva til að senda inn persónuupplýsingar á jw.org. Við vinnum þessar upplýsingar aðeins með þínu samþykki. Ef þú dregur samþykki þitt til baka höldum við í sumum tilfellum áfram að vinna úr gögnum þínum, þó aðeins í samræmi við lagalegar kröfur.

Persónuupplýsingar, sem þú lætur í té á vefsetrinu, eru aðeins notaðar í þeim tilgangi sem er kynntur fyrir þér þegar þú lætur þær í té. Þær geta meðal annars verið notaðar í eftirfarandi tilgangi:

Notandareikningur. Netfangið, sem þú lætur í té þegar þú stofnar reikning á þessu vefsetri, er notað til að hafa samband við þig varðandi reikninginn. Ef þú gleymir til dæmis notandanafni þínu eða aðgangsorði og biður um aðstoð við að skrá þig inn notum við til þess netfangið sem þú skráðir í kenniskrá þína.

Umsóknir. Þú getur notað vefsetrið til að senda inn umsókn. Söfnuðurinn, sem þú tilheyrir, getur líka notað vefsetrið til að senda inn umsókn fyrir þína hönd. Upplýsingar, sem eru látnar í té með þessum hætti, eru aðeins notaðar við vinnslu og skoðun umsóknarinnar og af tengdum skipulagsástæðum. Upplýsingar á umsókn þinni geta verið sendar til annarra deildarskrifstofa eða tengdra félaga sem Vottar Jehóva nota í ýmsum löndum, ef það er nauðsynlegt til að geta meðhöndlað hana.

Frjáls framlög. Þegar þú notar vefsetur okkar til að gefa framlag geymum við nafn þitt og samskiptaupplýsingar. Til að annast rafrænar millifærslur af framlögum þegar kreditkort eru notuð höfum við valið viðurkennda þjónustuaðila með öryggistækni og persónuverndarstefnu á heimsmælikvarða. Við sendum nauðsynlegar fjármálaupplýsingar eins og kreditkortanúmer eða reikningsnúmer til þessara þjónustuaðila. Við meðhöndlum framlög þín í samræmi við Payment Card Industry Data Security Standard (PCI DSS). Viðtakandi framlaganna heldur skrá yfir millifærslur í að minnsta kosti tíu ár. Skráð er dagsetning millifærslunnar, upphæð framlaganna og hvernig þau bárust. Það hjálpar okkur að halda bókhald í samræmi við lög og svara spurningum sem þú kannt að hafa á tímabilinu. Við höfum ekki samband við þig til að biðja um frekari framlög.

Beiðni um frekari upplýsingar eða biblíunámskeið. Þú getur líka notað vefsetur okkar til að senda inn beiðni um frekari upplýsingar eða ókeypis biblíunámskeið. Við notum persónuupplýsingar, sem þú lætur okkur í té með þessum hætti, aðeins til að annast beiðni þína. Persónuupplýsingar þínar eru sendar til annarra deildarskrifstofa eða félaga á vegum Votta Jehóva aðeins ef það er nauðsynlegt til að annast beiðnina.

Í öðrum tilgangi en þeim sem er lýst að ofan. Þú lætur okkur ef til vill í té persónuupplýsingar (eins og nafn, póstfang og símanúmer) í öðrum tilgangi en að stofna notandareikning eða senda inn umsókn eða frjáls framlög. Í slíku tilfelli ertu alltaf látinn vita hver ástæðan er fyrir að biðja þig um að veita okkur upplýsingar. Við notum aldrei upplýsingar þínar í öðrum tilgangi en þeim sem þú varst látinn vita af þegar þú lést þær í té.

Við söfnum, geymum og notum þessar persónuupplýsingar aðeins í samræmi við tilganginn með því að þú lést þær í té og geymum þær aðeins eins lengi og þarf til að uppfylla þann tilgang eða viðeigandi lagaskilyrði. Ef þú kýst að veita okkur ekki allar upplýsingar sem við biðjum um má vera að þú getir ekki nýtt þér öll svæði vefsetursins eða við getum ekki brugðist við beiðni þinni.

Upplýsingarnar, sem þú lætur okkur í té með beiðni þinni eða umsókn, eru aðgengilegar þeim sem er falið að vinna þær í samræmi við tilgang þeirra og/eða sérfræðingum í tæknilegri aðstoð sem veita þjónustu tengda beiðninni eða umsókninni og sinna tæknilegu viðhaldi. Við látum engum öðrum upplýsingar þínar í té nema (1) þú hafir fengið fulla vitneskju um það og það sé nauðsynlegt til að veita þér þá þjónustu sem þú baðst um, (2) við höfum gilda ástæðu til að ætla að miðlun slíkra upplýsinga sé nauðsynleg til að uppfylla lagaleg skilyrði, (3) til að bregðast við beiðni frá yfirvöldum eða (4) það sé nauðsynlegt til að uppgötva og koma í veg fyrir svindl eða af öryggis- eða tæknilegum ástæðum. Með því að nota þetta vefsetur samþykkir þú um leið að við látum þriðju aðilum í té persónuupplýsingar af ástæðum sem er lýst hér að ofan. Undir engum kringumstæðum seljum við, leigjum eða verslum með persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té.

ÞEGAR GÖGN ERU SEND TIL ÚTLANDA

Trúfélagið starfar um heim allan og notar til þess ýmsa svæðisbundna lögaðila. Sumir af netþjónum þessa vefseturs eru hýstir í Bandaríkjunum. Vera má að við sendum persónuupplýsingar þínar úr því landi sem þú býrð í, hugsanlega til landa þar sem lög um gagnavernd veita ekki sömu vernd og í landinu þar sem þú býrð núna. Við gerum ráðstafanir til að vernda gögnin þín þegar við meðhöndlum og sendum þau. Við væntum þess að allir sem starfa fyrir og styðja Votta Jehóva fylgi stefnu okkar varðandi persónuvernd og gildandi lögum og reglum þar að lútandi.

Þegar þú notar þetta vefsetur og átt í rafrænum samskiptum við okkur samþykkir þú um leið slíkar sendingar gagna milli landa.

RÉTTINDI ÞÍN

Þegar við meðhöndlum persónuupplýsingar gerum við eðlilegar ráðstafanir til að tryggja að gögnin þín haldist óbreytt og séu uppfærð til að þjóna tilgangi þess að þau voru geymd. Réttindi þín varðandi persónuupplýsingar, sem þú hefur látið okkur í té, eru undir því komin í hvaða landi þú býrð og gildandi lögum. Réttindi þín gætu verið:

  • Að biðja um upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar eru geymdar og notaðar í samræmi við gildandi lög á staðnum.

  • Að biðja um að fá aðgang að persónuupplýsingum þínum, eyða þeim eða loka fyrir þær, eða leiðrétta þær ef þær eru ófullnægjandi eða ónákvæmar.

  • Að mótmæla meðhöndlun persónuupplýsinga þinna og biðja okkur um að hætta að vinna þær ef þú hefur réttmætar ástæður til að gera það.

Ef lög um gagnavernd í landinu þar sem þú býrð eiga við og þú vilt fá aðgang að persónuupplýsingum þínum, leiðrétta þær eða eyða þeim, geturðu fundið samskiptaupplýsingar á síðunni Fulltrúar persónuverndar.

Þegar við fáum skriflega beiðni þína og eftir að þú hefur sýnt nægilega vel fram á hver þú ert og gefið okkur nægar upplýsingar til að tengja persónuupplýsingarnar við þig, metur viðeigandi ábyrgðaraðili vandlega hvort verða eigi við beiðninni. Hann gerir það með því að vega og meta annars vegar hagsmuni þess sem vill fá aðgang að persónuupplýsingum sínum, leiðrétta þær eða eyða, og hins vegar lögmæta hagsmuni safnaðarins, eins og til dæmis hvort það myndi ógna trúfrelsi safnaðarins að verða við beiðninni. Við látum þriðju aðila, ef einhverjir eru, vita af nauðsynlegum breytingum.

Veittu því eftirtekt að ekki má eyða gögnum þínum ef meðhöndlun þeirra er lögboðin eða nauðsynlegt er að geyma þær af öðrum lögmætum ástæðum. Trúfélagið vill til dæmis geyma varanlega gögn um stöðu votta Jehóva sem einstaklinga. Að eyða slíkum gögnum bryti í bága við trúarstefnu safnaðarins og venjur. Þegar beiðni um að eyða persónuupplýsingum er annars vegar förum við eftir gildandi lögum varðandi tilkynningu og geymslu gagna. Þú getur líka lagt inn kæru varðandi meðhöndlun þeirra gagna, sem þú hefur látið okkur í té á þessu vefsetri, hjá fulltrúa gagnaverndar á vegum yfirvalda þar sem þú býrð.