Hoppa beint í efnið

Meðferð persónuupplýsinga – Ísland

Meðferð persónuupplýsinga – Ísland

Hver sem gerist boðberi samþykkir að alþjóðlegt trúfélag Votta Jehóva – þar með talinn söfnuður Votta Jehóva í byggðarlaginu, deildarskrifstofa svæðisins og önnur álíka félög á vegum Votta Jehóva – megi nota persónuupplýsingar á lögmætan hátt í tengslum við starfsemi trúfélagsins. Boðberar veita söfnuði sínum persónuupplýsingar af fúsum og frjálsum vilja eins og fjallað er um í bókinni Organized to Do Jehovah’s Will. Það gera þeir til að geta tekið þátt í trúarstarfi tengdu tilbeiðslu sinni og til að geta fengið trúarlegan stuðning. – 1. Pétursbréf 5:2.

Persónuupplýsingarnar, sem boðberi kann að veita Vottum Jehóva, geta verið af ýmsu tagi eftir því hvers konar trúarstarfsemi hann tekur þátt í. Þær geta falið í sér nafn, fæðingardag, kyn, skírnardag, samskiptaupplýsingar eða upplýsingar um trúarlega líðan og velferð, afköst í boðuninni eða hvers kyns verkefni tengd safnaðarstarfi Votta Jehóva. Upplýsingarnar gætu verið viðkvæmar. Þær segja til dæmis til um hverjar trúarskoðanir boðberans eru. Meðferð persónuupplýsinga felur í sér söfnun, skráningu, skipulagningu, vinnslu og geymslu gagna, sem og aðrar álíka aðgerðir þar sem unnið er með upplýsingarnar.

Eftirfarandi lög um gagnavernd gilda í þessu landi:

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í samræmi við þessi lög um gagnavernd samþykkja boðberar að Vottar Jehóva megi nota persónuupplýsingar þeirra í trúarlegum tilgangi. Þar er meðal annars átt við:

  • Þátttöku þeirra í hvers kyns safnaðarsamkomum Votta Jehóva og hvers kyns sjálfboðastarfi.

  • Valfrjálsa þátttöku þeirra í samkomu eða móti sem tekið er upp og sent út til að veita vottum Jehóva um heim allan trúarlega fræðslu og leiðbeiningar.

  • Þátt þeirra í hvers kyns verkefni eða starfi í söfnuðinum. Það getur falið í sér að nafn boðberans og verkefni sé sett á tilkynningatöfluna í ríkissal Votta Jehóva.

  • Að halda utan um boðberakort safnaðarins.

  • Hjarðgæslu og umsjón öldunga Votta Jehóva. (Postulasagan 20:28; Jakobsbréfið 5:14, 15)

  • Skráningu samskiptaupplýsinga þeirra sem hafa skal samband við ef neyðartilvik kemur upp.

Persónuupplýsingar eru geymdar í ótiltekinn tíma svo framarlega sem það þjónar ofangreindum tilgangi eða öðrum góðum og gildum tilgangi. Kjósi boðberi að undirrita ekki yfirlýsinguna Leyfi veitt til að nota persónuupplýsingar má vera að Vottar Jehóva geti ekki metið hæfni hans til að sinna vissum störfum eða verkefnum innan safnaðarins eða til að taka þátt í vissum hliðum trúarstarfsins.

Þegar það er nauðsynlegt og við hæfi geta persónuupplýsingar verið sendar til tengdra félaga Votta Jehóva. Boðberar gera sér grein fyrir að sum þessara félaga Votta Jehóva gætu verið staðsett í löndum þar sem lög um persónuvernd veita ekki sömu vernd og í landinu þar sem þeir búa. En þeir gera sér líka grein fyrir því að viðtakandi persónuupplýsinga þeirra, þar á meðal tengd félög við aðalstöðvar Votta Jehóva í Bandaríkjunum, notar upplýsingarnar í samræmi við Gagnaverndarstefnu Votta Jehóva um allan heim.

Boðberar hafa rétt til að fá aðgang að persónuupplýsingum sínum sem eru geymdar hjá Vottum Jehóva, biðja um að þeim sé eytt, notkun þeirra takmörkuð eða villur leiðréttar. Boðberar geta hvenær sem er afturkallað leyfi til að nota persónuupplýsingar þeirra áfram. Ef boðberi gerir það má vera að Vottar Jehóva hafi rétt til að nota hluta af persónuupplýsingunum án leyfis boðberans. Slík lögmæt meðferð upplýsinga getur falið í sér að halda utan um meðlimaskrár Votta Jehóva um allan heim eða aðra notkun sem er í samræmi við persónuverndarlög. Boðberum er kunnugt um rétt sinn til að leggja inn kæru hjá yfirvöldum sem hafa umsjón með persónuvernd í landinu þar sem þeir búa.

Vottar Jehóva nota ákveðið verklag og hafa gert ráðstafanir af tæknilegum toga í samræmi við persónuverndarlög til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Boðberar gera sér grein fyrir að persónuupplýsingar þeirra verða aðeins meðhöndlaðar af takmörkuðum hópi manna sem hefur til þess leyfi og aðeins í ofangreindum tilgangi.

Fyrirspurnir má senda með tölvupósti til fulltrúa persónuverndar: DataProtectionOfficer.DK@jw.org.

Vottum Jehóva er ljóst að þeir geta nálgast upplýsingar um ábyrgðaraðila í landinu þar sem þeir búa og, eftir því sem við á, fulltrúa hans og persónuverndarfulltrúa. Þessar upplýsingar má finna á jw.org undir krækjunni Fulltrúar persónuverndar.

Vera má að verklag okkar við meðferð persónuupplýsinga sæti aðlögun af og til vegna breytinga á trúarstarfsemi okkar, lagamála eða tæknilegra þátta. Breyttar eða nýjar upplýsingar verða birtar á síðunni Meðferð persónuupplýsinga til að boðberar viti alltaf hvers konar upplýsingar við geymum og hvernig þær eru notaðar. Vinsamlegast skoðið þessa síðu reglulega til að sjá hugsanlegar breytingar.