Hoppa beint í efnið

Gagnaverndarstefna Votta Jehóva um allan heim

Gagnaverndarstefna Votta Jehóva um allan heim

Trúfélag Votta Jehóva um allan heim virðir rétt einstaklingsins til einkalífs og verndar persónuupplýsingar hans. Trúfélagið gerir sér grein fyrir nauðsyn opinna tjáskipta og geymslu viðkvæmra persónuupplýsinga til að það geti annast þarfir votta Jehóva og sinnt trúar- og góðgerðarstarfsemi félagsins. Samfara því skilur það líka að nauðsynlegt er að gæta trúnaðar og tryggja að upplýsingar njóti nægrar verndar. (Orðskviðirnir 15:22; 25:9) Trúnaður er okkur mikilvægur. – Orðskviðirnir 20:19.

Í mörgum löndum hafa verið sett lög um verndun einkalífsins. Trúfélagið, þar á meðal deildarskrifstofur þess, hefur um árabil virt rétt einstaklingsins til einkalífs og verndað það, jafnvel áður en lög þar að lútandi voru sett. Trúfélagið ætlar að halda áfram á sömu braut og vernda þær upplýsingar sem því eru látnar í té.

Verklag við gagnavernd. Trúfélagið meðhöndlar allar persónuupplýsingar með eftirfarandi verklagi:

  1. Persónuupplýsingar eru unnar á heiðarlegan hátt og í samræmi við lög.

  2. Persónuupplýsingum er safnað, þær unnar og notaðar aðeins í samræmi við tilgang trúar- og góðgerðarstarfsemi trúfélagsins.

  3. Trúfélagið sér til þess að persónuupplýsingar séu nákvæmar og uppfærðar. Villur eru leiðréttar eins fljótt og hægt er eftir að trúfélagið hefur fengið vitneskju um þær.

  4. Persónuupplýsingar eru ekki geymdar lengur en nauðsynlegt er til að uppfylla lögmætan tilgang trúfélagsins.

  5. Séð er til þess að réttur hvers og eins til gagnaverndar sé virtur.

  6. Söfnuðurinn gerir ráðstafanir, meðal annars af tæknilegum toga, til að hindra óheimila eða ólöglega opinberun persónuupplýsinga. Allar tölvur, sem geyma persónuupplýsingar, eru varðar með lykilorðum. Aðeins þeir sem hafa til þess heimild þekkja lykilorðin og aðeins starfsfólk, sem hefur heimild til þess, hefur aðgang að skrifstofum eftir venjulegan vinnutíma.

  7. Persónuupplýsingar verða ekki sendar á milli deildarskrifstofa nema nauðsynlegt sé í samræmi við tilgang trúar- og góðgerðarstarfsemi trúfélagsins. Allir vottar Jehóva hafa gefið leyfi til þess með því að gerast vottar Jehóva af fúsum og frjálsum vilja.

Persónuupplýsingar, sem vísað er til í bókinni Organized to Do Jehovah’s Will, eru unnar í samræmi við það verklag við gagnavernd sem er lýst hér fyrir ofan. Sjá Organized to Do Jehovah’s Will til að fá fleiri upplýsingar.

Það er réttur hvers og eins að persónuupplýsingar hans njóti verndar, hvort sem þær eru af viðkvæmum toga eða ekki. Sömuleiðis hefur hann rétt til að leiðrétta þær eða eyða. Sá réttur er virtur í samræmi við þá stefnu sem er lýst undir krækjunni Meðferð persónuupplýsinga í söfnuði Votta Jehóva um allan heim og fyrirsögninni Réttindi þín.

Vottar Jehóva um allan heim meðhöndla persónuupplýsingar í samræmi við Gagnaverndarstefnu Votta Jehóva um allan heim, sem er lýst hér að ofan.