Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Meðferð persónuupplýsinga

Meðferð persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar

Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc. og samstarfsaðilar þess nota persónuupplýsingar, sem látnar eru í té á þessu vefsvæði, aðeins í þeim tilgangi sem notanda er tilkynnt um þegar hann lætur þær í té. Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc. lætur engum í té persónuupplýsingar um notanda nema það sé nauðsynlegt til að veita þá þjónustu sem notandi hefur beðið um og hann hefur verið upplýstur greinilega um eða ætla má að nauðsynlegt sé að láta slíkar upplýsingar af hendi til að fullnægja viðeigandi lögum eða reglum eða til að koma upp um eða í veg fyrir svik, brot á öryggisreglum eða leysa tæknileg vandamál. Persónuupplýsingar verða ekki undir nokkrum kringumstæðum leigðar út, seldar eða verslað með þær.

Netfang

Netfangið, sem þú lætur í té þegar þú stofnar notandaaðgang að þessu vefsvæði, er notað til að hafa samband við þig varðandi notandaaðganginn. Ef þú gleymir til dæmis notandanafni þínu eða aðgangsorði og biður um aðstoð við að skrá þig inn verður netfangið, sem þú skráðir í kenniskrá, notað til þess.

Smygildi (cookies)

Smygildi eru notuð til að muna þær kjörstillingar sem notandinn velur þegar hann notar vefsvæðið. Til dæmis er tungumálið, sem hann notar til að skoða vefsvæðið, geymt í smygildi þannig að það sé valið þegar hann opnar vefsvæðið aftur. Smygildi eru ekki notuð til að safna persónuupplýsingum eða geyma þær.

Skriftun (Active Scripting eða JavaScript)

Skriftun er notuð til að auka virkni vefsvæðisins. Með skriftutækni er hægt að skila upplýsingum hraðar til notandans. Vefsvæðið notar aldrei skriftun til að setja upp hugbúnað á tölvu notandans eða safna upplýsingum frá notandanum án heimildar.

Skriftun þarf að vera virk á vafranum til að vefsvæðið starfi rétt að öllu leyti. Flestir vafrar bjóða upp á að hafa skriftun virka eða óvirka fyrir ákveðin vefsvæði. Kynntu þér hjálparupplýsingar vafrans til að kanna hvernig eigi að gera skriftun virka fyrir valin vefsvæði.

Ef einhvern tíma reynist nauðsynlegt að breyta meðferð persónuupplýsinga látum við vita af breytingunum á þessari síðu þannig að þú vitir alltaf hvaða upplýsingum við söfnum og hvernig við notum þær.