Hoppa beint í efnið

29. JANÚAR 2018
NÝTT Á VEFNUM

Biblían gefin út á dönsku, norsku, sænsku og ponapeysku

Biblían gefin út á dönsku, norsku, sænsku og ponapeysku

Nýheimsþýðing Grísku ritninganna kom út á ponapeysku 28. janúar síðastliðinn á eyjunni Pohnpei í Míkrónesíu. Daginn áður var endurskoðuð útgáfa Nýheimsþýðingar Heilagrar ritningar gefin út á dönsku, norsku og sænsku í Herlufmagle í Danmörku. Nýheimsþýðingin hefur verið þýdd í heild eða að hluta á 163 tungumál, þar af eru 12 endurskoðaðar þýðingar byggðar á ensku útgáfunni frá 2013.