Hoppa beint í efnið

10. OKTÓBER 2018
NÝTT Á VEFNUM

Ný rit og breytingar á vefsetrinu og appinu

Ný rit og breytingar á vefsetrinu og appinu

Tvö ný rit voru gefin út á ársfundi Biblíu- og smáritafélagsins Varðturninn í Pennsylvaníu 6. október 2018. Bókin Pure Worship of Jehovah Restored At Last! er byggð á spádómi Esekíels og bæklingurinn Leggðu þig fram við að lesa og kenna er hannaður til að hjálpa vottum Jehóva að taka framförum í að lesa og kenna.

Hægt er að nálgast bókina og bæklinginn á vefsetrinu jw.org og appinu JW Library. Bókin er aðeins til á ensku, en til stendur að gefa hana út á fleiri tungumálum. Bæklingurinn er til á fjölda tungumála, þar á meðal íslensku.

Á ársfundinum var einnig tilkynnt að stjórnandi ráð hefði samþykkt meiri háttar breytingu á vefsetrinu og appinu. Vefsetrið jw.org verður endurhannað þannig að hægt verður að nálgast efni úr Sjónvarpi Votta Jehóva og VEFBÓKASAFNI Varðturnsins. Appinu JW Library verður líka breytt þannig að hægt verður að nálgast efni af Watchtower Library og efni sem er nú aðeins að finna á vefsetrinu jw.org. Meira samræmi verður milli heildarútlits vefsetursins og appsins til að auðvelda notkun enn frekar. Viðmótið verður einfaldað til að auðvelda notendum að finna andlega fæðu á fljótlegan hátt. Undirbúningur og hönnun er þegar hafin fyrir þetta stóra verkefni. Þið ættuð að sjá vissar breytingar innan fárra mánaða.