Hoppa beint í efnið

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

V-laga staða hvíta kálfiðrildisins

V-laga staða hvíta kálfiðrildisins

 Fiðrildi þarf að láta sólina hita flugvöðvana áður en það flögrar af stað. En þegar það er skýjað taka hvítu kálfiðrildin á loft á undan öðrum fiðrildum. Hvaða forskot hafa þau?

 Til umhugsunar: Margar fiðrildategundir baða sig í sólinni með samanbrotna eða lárétt útbreidda vængi áður en fiðrildin taka á loft. En hvíta kálfiðrildið stillir sér upp í V-laga stöðu. Rannsóknir sýna að til að ná sem mestum hita opnar fiðrildið vængina og myndar 17 gráðu horn. Þessi stelling beinir sólarhitanum beint á flugvöðvana í frambolnum og hitar þá svo fiðrildin geti tekið á loft.

 Vísindamenn frá Exter háskóla á Englandi könnuðu hvort þeir gætu gert sólarsellur afkastameiri með því að líkja eftir V-laga stöðu fiðrildisins. Þegar þeir gerðu það komust þeir að því að sellurnar framleiddu næstum 50 prósent meiri orku.

 Vísindamennirnir tóku líka eftir því að endurkast frá yfirborði vængja fiðrildisins er mjög mikið. Með því að líkja eftir V-laga stöðu og endurkasti vængjanna gátu þeir framleitt léttari og afkastameiri sólarsellur. Þessi árangur varð til þess að prófessor Richard ffrench-Constant, sem er í rannsóknarteyminu, sagði að kálfiðrildið væri „sérfræðingur í að vinna orku úr sólarljósi“.

 Hvað heldur þú? Er V-laga staða hvíta kálfiðrildisins árangur þróunar? Eða býr hönnun að baki?