Hoppa beint í efnið

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Þefskyn hunda

Þefskyn hunda

 Sérfræðingar segja að hundar geti notað þefskynið til að greina aldur, kyn og hugarástand annarra hunda. Það er jafnvel hægt að þjálfa hunda til að finna sprengiefni og fíkniefni. Fólk notar að mestu sjónina til að skynja umhverfi sitt en hundar nota þefskynið. Þeir ‚lesa‘ með nefinu.

 Hugleiddu þetta: Þefskyn hunda er mörg þúsund sinnum næmara en lyktarskyn okkar. Samkvæmt bandarísku stofnuninni U.S. National Institute of Standards and Technology getur hundur fundið efni sem er einn billjónasti hluti efnis. Þetta jafnast á við að finna bragð af einum fjórða hluta teskeiðar af sykri sem er leystur upp í vatninu í 50 metra langri sundlaug.

 Hvað skýrir yfirburði þefskyns hunda?

  •   Nef á hundi er blautt og á þess vegna auðveldara með að grípa lyktarsameindir.

  •   Á nefi hunds eru tvö loftop, eitt fyrir öndun og hitt fyrir þefskyn. Þegar hundur þefar fer loftið í þann hluta nefsins sem hefur að geyma lyktarnema.

  •   Sá hluti nefs á hundi sem hefur að geyma lyktarnema getur verið 130 fersentímetrar eða meira að flatarmáli en aðeins 5 fersentímetrar í manni.

  •   Hundur getur haft allt að 50 sinnum fleiri lyktarfrumur en maður.

 Allt þetta gerir hundi kleift að greina flókna lyktarsamsetningu. Við getum til dæmis fundið lykt af súpu en hundur getur greint lykt af öllu sem hefur verið sett í súpuna, samkvæmt því sem sumir sérfræðingar segja.

 Sérfræðingar við Pine Street krabbameins rannsóknarstofnunina segja að „samspil heila og nefs í hundum myndi eitt flóknasta lyktarleitartæki á jörðinni“. Vísindamenn eru að þróa tæki til að finna sprengjur, smyglvarning og sjúkdóma eins og krabbamein.

 Hvað heldur þú? Þróaðist þefskyn hunda? Eða býr hönnun að baki?