Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Hvað geri ég ef vinur minn eða vinkona særir mig?

Hvað geri ég ef vinur minn eða vinkona særir mig?

 Það sem þú þarft að vita

  •   Samskipti milli fólks eru aldrei án vandamála. Þar sem við erum ófullkomin gæti góður vinur – jafnvel besti vinur þinn eða vinkona – gert eða sagt eitthvað sem særir þig. Þú ert auðvitað líka ófullkominn. Hefurðu ekki sjálfur sært einhvern ef þú ert alveg sanngjarn? – Jakobsbréfið 3:2.

  •   Með tilkomu Netsins er auðveldara að finnast maður vera særður. Unglingur sem heitir David segir til dæmis: „Þegar þú ert á Netinu og sérð myndir af vini þínum í hópi fólks, gætirðu velt því fyrir þér hvers vegna þér var ekki boðið. Og þá gætirðu orðið niðurdreginn ef þér finnst þú hafa verið svikinn.“

  •   Þú getur tekist á við vandann.

 Það sem þú getur gert

 Gerðu sjálfsrannsókn. Í Biblíunni segir: „Vertu ekki auðreittur til reiði því að gremja hvílir í brjósti heimskra manna.“ – Prédikarinn 7:9.

 „Stundum áttarðu þig síðar á því að það sem kom þér í uppnám er í raun og veru ekkert stórmál.“ – Alyssa.

 Til umhugsunar. Hefurðu tilhneigingu til að vera of viðkvæmur? Gætirðu tamið þér meiri þolinmæði gagnvart ófullkomleika annarra? – Prédikarinn 7:21, 22.

 Veltu fyrir þér hvaða kostir fylgja því að fyrirgefa. Í Biblíunni segir: „Það er viska ... að láta rangsleitni ekki á sig fá.“ – Orðskviðirnir 19:11.

 „Jafnvel þegar þú hefur ástæðu til að kvarta er gott að fyrirgefa fúslega og það merkir að halda ekki áfram að minna viðkomandi á það sem hann gerði og krefjast fyrirgefningar í hvert sinn sem þú talar um það. Þegar þú fyrirgefur skaltu ekki minnast á málið aftur.“ – Mallory

 Til umhugsunar: Er ástandið virkilega svo alvarlegt? Gætirðu fyrirgefið til að halda friðinn? – Kólossubréfið 3:13.

Að gera mál úr öllu sem kemur upp á milli vina er eins og að opna ítrekað dyr og hleypa kuldanum inn í hlýtt herbergi.

 Hugsaðu um hinn aðilann. Í Biblíunni segir: „Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra.“ – Filippíbréfið 2:4.

 „Þegar kærleikur og virðing ríkir milli vina hefur maður ríka ástæðu til að leysa vandamál fljótt vegna þess að vináttan er dýrmæt og maður vill ekki glata henni.“ – Nicole.

 Til umhugsunar: Gætirðu reynt að sjá hvað hinn aðilinn hefur til síns máls? – Filippíbréfið 2:3.

 Kjarni málsins: Að vita hvernig maður á að bregðast við þegar einhver særir mann kemur sér vel þegar maður er orðinn fullorðinn. Hvernig væri að læra það núna?