Biblían mælir með því að maður sé „hófsamur í venjum“. (1. Tímóteusarbréf 3:2, NW) Það felur líka í sér matarvenjur. Af hverju ekki að prófa að fara eftir ráðunum hér fyrir neðan?

Hlustaðu á magann. Ég var vön að telja hitaeiningarnar,“ segir Julia sem er 19 ára. „Núna hætti ég bara að borða þegar ég er orðin södd.

Forðastu óhollan mat. Ég missti heil fimm kíló á einum mánuði bara með því að hætta að drekka gosdrykki,“ segir Peter sem er 21 árs.

Breyttu slæmum matarvenjum. Ég reyni að fá mér bara einu sinni á diskinn,“ segir Erin sem er 19 ára.

Lykillinn að árangri: Ekki sleppa úr máltíð. Ef þú gerir það verðurðu glorsoltin og freistast til að borða yfir þig.

Sumum sem finnst þeir þurfa að léttast eru með brenglaða líkamsmynd. Það er ekkert að því hvernig þeir líta út. En ef þú þarft að léttast skaltu lesa hvað Catherine segir að hafi virkað fyrir sig.

„Þegar ég var unglingur var ég alltof þung en það langaði mig aldrei til að verða. Ég var svo óánægð með útlit mitt og óheilbrigðan lífsstíl.

Öðru hverju fór ég í megrunarkúra en ég þyngdist alltaf aftur. Þegar ég var 15 ára ákvað ég að nú væri kominn tími til að gera róttækar breytingar. Ég vildi léttast á heilbrigðan hátt og halda kjörþyngd minni, ekki bara í stuttan tíma heldur til frambúðar.

Ég keypti bók sem fjallaði um næringarríkan mat og hreyfingu. Ég fór eftir því sem ég las og var staðráðin í að gefast ekki upp þótt ég fengi bakslag og missti kjarkinn öðru hverju.

Og viti menn. Þetta virkaði! Á einu ári missti ég 27 kíló. Ég hef haldið kjörþyngd í tvö ár. Hver hefði getað trúað því?

„Ég held að ástæðan fyrir því að ég náði árangri sé sú að ég fór ekki bara í megrun heldur breytti um lífsstíl.“ – Catherine, 18 ára.