Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Sköpun eða þróun? – 4. hluti: Hvernig get ég útskýrt trú mína á sköpun?

Sköpun eða þróun? – 4. hluti: Hvernig get ég útskýrt trú mína á sköpun?

Þú trúir á sköpun en þér finnst erfitt að viðurkenna það í skólanum. Skólabækurnar styðja ef til vill þróunarkenninguna og þú ert hræddur um að kennarar og skólafélagar geri grín að þér. Hvernig geturðu sagt opinskátt frá trú þinni á sköpun og útskýrt hana fyrir öðrum?

 Þú getur það!

Þú hugsar kannski: Ég er ekki nógu klár til að ræða um vísindi eða rökræða þróunarkenninguna. Þannig leið Danielle einu sinni. Hún segir: „Mér fannst óþolandi að finnast ég þurfa mótmæla því sem kennarinn minn og bekkjafélagar sögðu.“ Diana er sammála henni og segir: „Ég varð alveg ringluð þegar þau rökræddu vísindi með einhverjum fræðiheitum.“

Mundu samt að markmið þitt er ekki að sigra í rökræðum. Og það góða er að þú þarft ekki að vera snillingur í vísindum til að geta útskýrt hvers vegna þér finnst sköpun vera rökrétt skýring á því hvernig alheimurinn og lífið varð til.

Tillaga: Notaðu Hebreabréfið 3:4 þar sem bent er á einföld rök í málinu. Þar segir: „Sérhvert hús hefur einhver gert en Guð er sá sem allt hefur gert.“

Ung kona, sem heitir Carol, notar hugmyndina í Hebreabréfinu 3:4 og segir: „Ímyndaðu þér að þú sért að ganga í þéttvöxnum skógi. Öll ummerki um fólk og mannabyggð eru órafjarri. En svo líturðu niður og sérð tannstöngul. Hvað myndirðu álykta? Flestir myndu hugsa að einhver annar hafi verið þarna. Fyrst svo lítill og ómerkilegur hlutur eins og tannstöngull ber merki þess að hugsun búi að baki, er þá ekki rökrétt að hið sama eigi við um alheiminn og allt sem í honum er?“

Ef einhver segir: „Ef skapari bjó allt til, hver bjó þá til skaparann?“

Geturðu svarað: „Þó að við skiljum ekki allt um skaparann þýðir það ekki að hann sé ekki til. Þú veist kannski ekki mikið um þann sem hannaði farsímann þinn en þú trúir því samt eflaust að einhver hafi hannað hann, er það ekki?“ [Gefðu kost á svari.] „Við getum fengið að vita mjög margt um skaparann. Ef þú vilt er ég alveg til í að segja þér frá því sem ég hef lært um hann.“

 Vertu reiðubúinn að svara

Biblían gefur góð ráð og segir: „Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. En gerið það með hógværð og virðingu.“ (1. Pétursbréf 3:15, 16) Hafðu því tvennt í huga: Það sem þú segir og hvernig þú talar.

 1. Það sem þú segir. Auðvitað er mikilvægt að þú elskir Guð því að það getur hvatt þig til að tala um hann. Það er ekki víst að þú sannfærir aðra um að Guð hafi skapað alla hluti með því að segja þeim bara hve mikið þú elskar hann. Það gæti virkað betur að taka dæmi úr náttúrunni til að sýna fram á hvers vegna það er rökrétt að trúa á skapara.

 2. Hvernig þú talar. Talaðu af sannfæringu en vertu ekki með hroka eða yfirlæti. Það er mun líklegra að fólk taki mark á þér ef þú virðir það og skoðanir þess, og viðurkennir að það hafi fullan rétt á að draga eigin ályktanir.

  „Mér finnst mikilvægt að gera aldrei lítið úr skoðunum fólks eða hljóma eins og maður viti allt. Við skemmum bara fyrir okkur með því að tala við aðra í niðrandi tón.“ – Elaine.

 Hjálpargögn til að útskýra trú þína

Það er mikilvægt að vera vel undir það búinn að útskýra trú sína alveg eins og það er mikilvægt að klæða sig eftir veðri.

„Ef maður er ekki vel undirbúinn langar mann helst að þegja til að lenda ekki í vandræðalegum aðstæðum,“ segir Alicia sem er 16 ára. Já, það er mikilvægt að undirbúa sig til að vel gangi, eins og Alicia bendir á. Jenna segir: „Mér finnst miklu auðveldara að tala um trú mína á sköpun þegar ég get stutt hana með einföldu en vel úthugsuðu dæmi.“

Hvar geturðu fengið hugmyndir að slíkum dæmum? Mörgu ungu fólki hefur fundist gott að nota eftirfarandi gögn:

 • Var lífið skapað?

 • The Origin of Life – Five Questions Worth Asking

 • The Wonders of Creation Reveal God’s Glory (mynddiskur)

 • Greinaröðina „Býr hönnun að baki“ í blaðinu Vaknið! (Farðu á VEFBÓKASAFN Varðturnsins og skrifaðu í leitargluggann „býr hönnun að baki“ [hafðu gæsalappirnar með].)

 • Nýttu þér VEFBÓKASAFN Varðturnsins til að leita að meira efni.

Þér gæti líka fundist gagnlegt að rifja upp greinarnar sem birst hafa í þessari greinaröð, „Sköpun eða þróun?“

 1. 1. hluti: Hvers vegna ætti ég að trúa á Guð?

 2. 2. hluti: Hvers vegna ættirðu að draga þróunarkenninguna í efa?

 3. 3. hluti: Hvers vegna ættirðu að trúa á sköpun?

Tillaga: Notaðu dæmi sem sannfæra þig. Þú átt auðveldara með að leggja þau á minnið og getur sagt frá þeim af sannfæringu. Æfðu það sem þú ætlar að segja til að útskýra trú þína.