Hoppa beint í efnið

Hvað get ég gert ef ég er einmana?

Hvað get ég gert ef ég er einmana?

Það sem þú getur gert

1. Einbeittu þér að styrkleikum þínum. (2. Korintubréf 11:6) Það er vissulega gott að vera meðvitaður um veikleika sína en þú hefur líka upp á margt að bjóða. Með því að gera þér grein fyrir styrkleikum þínum geturðu sigrast á neikvæðri sjálfsmynd og á einmanaleikanum. Spyrðu þig: Hverjir eru styrkleikar mínir? Hugsaðu um hæfileika eða jákvæða eiginleika sem þú býrð yfir.

2. Sýndu öðrum einlægan áhuga. Þú gætir byrjað á því að sýna nokkrum einstaklingum áhuga. Unglingur sem heitir Jorge segir: „Það er hægt að kynnast fólki betur með því að spyrja það einfaldlega hvernig því líði eða hvernig gangi í vinnunni.“

Þú getur brúað bilið milli þín og jafnaldra þinna

Gott ráð: Veldu þér ekki bara vini á þínum aldri. Í Biblíunni er sagt frá nánum vinum sem mikill aldursmunur var á, eins og til dæmis Rut og Naómí, Davíð og Jónatan og Tímóteus og Páll. (Rutarbók 1:16, 17; 1. Samúelsbók 18:1; 1. Korintubréf 4:17) Mundu líka að samræður eru samskipti en ekki einræða. Fólk kann að meta þá sem hlusta vel. Ef þú ert feiminn að eðlisfari skaltu því muna að þú þarft ekki að sjá einn um að halda samtalinu gangandi.

3. Sýndu hluttekningu. (1. Pétursbréf 3:8) Jafnvel þótt þú sért ekki sammála einhverjum skaltu sýna þolinmæði og leyfa honum að tala. Leggðu áherslu á það sem þið eruð sammála um. Ef þér finnst þú þurfa að láta í ljós að þú sért ósammála einhverju skaltu gera það með ró og kurteisi.

Gott ráð: Talaðu við aðra eins og þú vilt að talað sé við þig. Óþarfa deilur, stríðni, móðganir eða að setja sig á háan hest og dæma aðra veldur því að aðrir forðast þig. Þeim mun líka talsvert betur við þig ef „mál [þitt] er ætíð salti kryddað“. – Kólossubréfið 4:6.