Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig get ég sætt mig við reglur foreldra minna?

Hvernig get ég sætt mig við reglur foreldra minna?

Þú þekkir líklega unglinga á þínum aldri sem mega vera úti á kvöldin eins lengi og þeir vilja, klæða sig eins og þeim sýnist og fara með vinum sínum hvert sem er og hvenær sem er. Kannski eru foreldrar þeirra hreinlega of uppteknir til að fylgjast með börnum sínum.

Í Biblíunni er bent á að þetta er ekki góð leið til að ala upp börn. (Orðskviðirnir 29:15) Margir sem alast upp á heimilum þar sem er ekkert aðhald verða eigingjarnir. Það er ein stór ástæða fyrir því að kærleiksleysi er svona ríkjandi í heiminum. – 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.

Reyndu að sjá reglur foreldra þinna sem merki um ást þeirra og umhyggju fyrir þér, frekar en að öfunda unglinga sem mega gera það sem þeim sýnist. Þegar foreldrar þínir krefjast þess að þú fylgir sanngjörnum reglum þeirra líkja þeir eftir Jehóva Guði. Hann sagði við þjóð sína:

„Ég vil fræða þig, vísa þér veginn sem þú átt að ganga, ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér.“ – Sálmur 32:8.