Hoppa beint í efnið

Hvernig kemst ég yfir alla þessa heimavinnu?

Hvernig kemst ég yfir alla þessa heimavinnu?

Það sem þú getur gert

Finndu þér ákjósanlegan stað. Hann ætti að vera þar sem ekkert truflar þig. Notaðu skrifborð ef það er mögulegt. Hafðu slökkt á sjónvarpinu.

Tíminn er eins og viljugur hestur – þú þarft að hafa stjórn á honum.

Forgangsraðaðu. Vertu ákveðinn í að ljúka heimavinnunni áður en þú gerir eitthvað annað því að skólinn er mikilvægur.

Frestaðu ekki heimavinnunni. Skipuleggðu hvenær þú gerir heimavinnunna og haltu þig við það.

Gerðu áætlun. Ákveddu hvaða verkefni þú byrjar á, hvað þú tekur næst og svo framvegis. Búðu til lista og ákveddu hve miklum tíma þú ætlar hverju verkefni. Strikaðu út af listanum það sem þú klárar.

Taktu þér hlé. Ef þú missir einbeitinguna skaltu taka þér stutt hlé. Haltu svo áfram eins fljótt og þú getur.

Hafðu trú á sjálfum þér. Mundu að til að vera góður nemandi skiptir meira máli að leggja hart að sér en að vera gáfaður. (Orðskviðirnir 10:4) Þér getur gengið vel í skólanum. Leggðu þig allan fram og þú uppskerð árangur erfiðis þíns.