Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Ætti ég að hætta í skólanum?

Ætti ég að hætta í skólanum?

 „Ég þoli ekki skólann!“ Ef þér líður þannig gæti þér fundist freistandi að hætta. Þessi grein fjallar um nokkra betri valkosti.

 Hvers vegna hætta sumir?

 Kennarar nefna þessar algengu ástæður:

 •   Námsörðugleikar. „Einkunnirnar eru ekkert að batna, þær versna bara.“

 •   Áhugaleysi. „Ég sé engan tilgang með því sem ég er að læra.“

 •   Fjárhagserfiðleikar. „Ég verð að vinna til að hjálpa fjölskyldunni.“

 Reiknaðu kostnaðinn

 Í Biblíunni segir: „Skynsamur maður íhugar hvert skref.“ (Orðskviðirnir 14:15) Hvað lærum við af því? Ef þú ert að hugsa um að hætta í skólanum skaltu hugsa um afleiðingarnar.

 Spyrðu þig:

 •   „Hvaða áhrif hefur það á atvinnutækifæri í framtíðinni ef ég hætti í skóla?“

   „Hugsaðu um að þurfa að finna vinnu og hugsanlega að sjá fyrir fjölskyldu í framtíðinni. Hvernig geturðu gert það ef flestir vinnuveitendur krefjast þess að þú hafir grunnmenntun?“ – Julia.

 •   „Hvaða áhrif hefur það að hætta í skóla á getu mína til að takast á við erfiðleika?“

   „Skóli býr þig undir lífið. Fólkið sem þú hittir, freistingarnar sem þú verður fyrir og vinnan sem þú sinnir verður svipuð í framtíðinni eins og í skólanum.“ – Daniel.

 •   „Hvaða áhrif mun það hafa á færni mína í lífinu ef ég hætti í skóla?“

   „Þér finnst kannski gagnslaust að vera í skóla núna en þegar þú verður 23 ára og reynir að hugsa um fjármálin þín áttu eftir að hugsa: ‚Ég er ánægður að hafa fylgst með í stærðfræði.‘“ – Anna.

 Betri leiðir

 •   Biddu um hjálp. Í Biblíunni segir: „Allt fer vel ef ráðgjafarnir eru margir.“ (Orðskviðirnir 11:14) Ef einkunnirnar eru að verða lakari skaltu biðja foreldra þína, kennara, námsráðgjafa eða einhvern annan fullorðinn sem er traustur um ráð til að bæta þig.

   „Talaðu við kennarann þinn ef þú ert í erfiðleikum. Stundum finnst þér kennarinn kannski vera vandamálið en þú getur oft bætt ástandið með því að biðja bara um hjálp.“ – Edward.

 •   Horfðu á heildarmyndina. Í Biblíunni segir: „Betri er endir máls en upphaf þess.“ (Prédikarinn 7:8) Þegar þú klárar skólagönguna muntu hafa ræktað með þér eiginleika og færni fram yfir það sem námsefnið tók fyrir.

   „Þú þarft kannski ekki að skrifa ritgerðir eða læra fyrir próf þegar þú ert orðinn fullorðinn en það hvernig þú tekst á við álag í skólanum býr þig undir þær áskoranir sem bíða þín eftir að þú útskrifast.“ – Vera.

  Að hætta í skóla er eins og að fara frá borði báts áður en hann kemur að bryggjunni. Þú myndir eflaust vilja að þú hefðir haldið þig um borð.

 •   Hugsaðu um valkostina. Í Biblíunni segir: „Fljótfærni steypir í fátækt.“ (Orðskviðirnir 21:5) Ekki ákveða í fljótfærni að það að hætta sé eini valkosturinn. Þú gætir hugsanlega klárað menntunina í skóla á netinu eða í heimakennslu.

   „Skóli kennir þér að leggja hart að þér, leysa vandamál og vinna með öðrum. Þetta gagnast þér út lífið. Það er þess virði að klára skólann.“ – Benjamin.

 Kjarni málsins: Ef þú klárar skólann hjálpar það þér að takast á við þá ábyrgð sem fylgir fullorðinsárunum.