Það sem þú getur gert

Vertu vandlátur á vini. Þegar vinir þínir og skólafélagar byrja að tala um kynlíf verður erfiðara fyrir þig að stjórna hugsunum þínum ef þú tekur þátt í umræðunum. Oft er hægt að finna leiðir til að komast hjá slíkum samtölum án þess að virðast betri í augum annarra því það getur gert mann að athlægi.

Myndir þú leyfa tölvuvírus að komast í tölvuna þína? Af hverju þá að leyfa siðlausum hugsunum að komast inn í huga þinn?

Sneiddu hjá siðlausu skemmtiefni. Mikið af því skemmtiefni sem er á boðstólum nú til dags er búið til með það fyrir augum að vekja hjá okkur rangar kynferðislegar langanir. Hvaða viðvörun er gefin í Biblíunni? „Hreinsum okkur af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun okkar í guðsótta.“ (2. Korintubréf 7:1) Haltu þig fjarri skemmtiefni sem æsir upp kynhvötina.

Mundu þetta: Kynferðislegar tilfinningar eru í sjálfu sér ekki slæmar. Guð skapaði manninn og konuna með sterka löngun hvort til annars. Það er því ekkert rangt við að fullnægja kynhvötinni innan hjónabands. Ef þú finnur fyrir sterkri kynferðislegri löngun ættirðu ekki að hugsa með þér að þú sért slæm manneskja eða að þú getir ekki haldið þér siðferðilega hreinum.

Þegar öllu er á botninn hvolft: Við ráðum sjálf hvað við látum hugann dvelja við. Þú getur verið hreinlífur ef þig langar til þess, bæði í hegðun þinni og hugsun.