Hoppa beint í efnið

Hvers vegna leyfa foreldrar mínir mér aldrei að skemmta mér?

Hvers vegna leyfa foreldrar mínir mér aldrei að skemmta mér?

Ímyndaðu þér eftirfarandi aðstæður:

Þú vilt fara í partí en ert ekki viss hvort foreldrar þínir muni leyfa það. Hvaða kost myndir þú velja?

  1.  EKKI SPYRJA – BARA FARA

  2.  EKKI SPYRJA − EKKI FARA

  3.  SPYRJA − OG SJÁ HVAÐ KEMUR Í LJÓS

 1. EKKI SPYRJA − BARA FARA

 Þessi valkostur kemur kannski til greina vegna þess að: Þú vilt sýna vinum þínum hversu sjálfstæður þú ert. Þér finnst að þú vitir betur en foreldrar þínir eða þú hefur litla virðingu fyrir dómgreind þeirra. – Orðskviðirnir 14:18.

 Afleiðingarnar: Vinum þínum gæti fundist mikið til þín koma, en þeir komast líka að öðru − að þú er undirförull. Ef þú blekkir foreldra þína, gætir þú verið líklegur til að blekkja vini þína. Ef foreldrar þínir komast að því, verða þeir sárir og þér verður sennilega refsað á einhvern hátt. − Orðskviðirnir 12:15.

 2. EKKI SPYRJA − EKKI FARA

 Þessi valkostur kemur kannski til greina vegna þess að: Þú hugsar um boðið og kemst að því að það sem kemur til með að fara þar fram sé ekki í samræmi við staðla þína, eða þú verðir ekki innan um góðan félagsskap með einhverjum sem verða viðstaddir. (1. Korintubréf 15:33; Filippíbréfið 4:8) Hinsvegar gæti þig langað til að fara en þú hefur ekki kjark til að spyrja foreldra þína.

 Afleiðingarnar: Ef þú ferð ekki vegna þess að þú veist að það væri röng ákvörðun, verður þú sjálfsöruggari þegar þú svarar vinum þínum. En ef þú ferð ekki, bara vegna þess að þú þorir ekki að spyrja foreldra þína, gætir þú endað með að sitja heima, vorkennt sjálfum þér og haldið að þú hljótir að vera sá eini sem sért ekki að skemmta þér.

 3. SPYRJA − OG SJÁ HVAÐ KEMUR Í LJÓS

 Þessi valkostur kemur kannski til greina vegna þess að: Þú skilur yfirráð foreldra þinna og berð virðingu fyrir dómgreind þeirra. (Kólossubréfið 3:20) Þú elskar foreldra þína og vilt ekki særa þá með því að stelast út án þeirra vitundar. (Orðskviðirnir 10:1) Þú gætir líka fengið tækifæri til að rökstyðja mál þitt.

 Afleiðingarnar: Foreldrar þínir fá á tilfinninguna að þú elskir þá og berir virðingu fyrir þeim. Og ef þeim finnst tillaga þín vera skynsamleg, gætu þau sagt já.

Ástæða þess að foreldrar gætu sagt nei

Eins og strandverðir, þá hafa foreldrar þínir betra sjónarhorn til að sjá hættur.

 Einni ástæðu má lýsa svona: Ef þú hefðir val, myndir þú líklega vilja synda við strönd með strandvörðum. Hvers vegna? Því að á meðan þú ert úti í vatninu að skemmta þér ertu ekki í góðri stöðu til að meta hættur, en strandverðir hafa mun betri sjónarhól til að fylgjast með hættum. Á svipaðan hátt gætu foreldrar þínir, vegna meiri þekkingar og reynslu, verið meðvitaðir um hættur sem þú sérð ekki. Það er hvorki markmið strandvarða né foreldra að eyðileggja fyrir þér ánægjuna heldur hjálpa þér að forðast hættur sem gætu rænt þig ánægju í lífinu.

 Hér er önnur ástæða: Foreldrar þínir hafa sterka löngun til að vernda þig. Kærleikur fær þá til að segja já þegar þeir geta en nei þegar þeir þurfa. Þegar þú biður þá leyfis að gera eitthvað hugsa þau ef til vill með sér spyrja þau sjálf sig hvort þau orðið að ósk þinni og lifað með afleiðingunum. Þau segja já við því – og við þig — aðeins ef þau eru nokkuð sannfærð um að enginn skaði hendi þig.

Hvernig þú getur aukið líkurnar á jákvæðu svari

Það sem þú getur gert

 Heiðarleiki: Spurðu sjálfan þig: ‘Hver er raunverulega ástæðan fyrir því að ég vil fara? Er tilefnið það sem ég hef áhuga á, eða vil ég passa inn í hópinn? Eða er það af því að einhver sem ég hef áhuga á verður þar?, Vertu svo hreinskilinn við foreldra þína. Þau voru eitt sinn ung og þau þekkja þig vel. Það er því líklegt að þau komi auga á raunverulegu ástæðuna hvort sem er. Þau kunna líka að meta hreinskilnina og þú nýtur góðs af visku þeirra. (Orðskviðirnir 7:1, 2) Ef þú ert hinsvegar ekki heiðarlegur, grefur þú undan trúverðugleika þínum og dregur úr líkunum að fá jákvætt svar.

 Tímasetning: Ekki láta spurningarnar dynja á foreldrum þínum þegar þeir eru nýkomnir heim úr vinnu eða þegar þeir eru að einbeita sér að öðrum málum. Nálgastu þau frekar þegar þau eru afslöppuð. En ekki bíða heldur fram á síðustu stundu og reyna þá að þrýsta á þau. Foreldrar þínir kunna ekki að meta það að þurfa að taka ákvörðun í skyndi. Spurðu tímalega og gefðu þeim tækifæri til að hugsa.

 Efni: Ekki segja bara hálfan sannleikann. Útskýrðu nákvæmlega hvað þú vilt gera. Foreldrum líður illa yfir svarinu „ég veit ekki,“ sérstaklega við spurningunum: „Hverjir verða þar?“ „Verður einhver fullorðinn og ábyrgur viðstaddur?“ eða „Hvenær kemur þú heim?“

 Viðmót: Ekki líta á foreldra þína sem óvini. Líttu á þá sem liðsfélaga– vegna þess, að þegar öllu er á botninn hvolft, eru þeir það. Ef þú lítur á foreldra þína sem samherja, hljómar þú síður eins og þú egir í erjum við þá og þeir eru líklegri til að vera samvinnuþýðir.

 Sýndu foreldrum þínum að þú sér nógu þroskaður til að sætta þig við ákvörðun þeirra og virða hana. Ef þú gerir það, munu þeir virða þig. Og næst, gætu þeir verið stemmdir til að leita leiða til að segja já.