Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Hvernig get ég fengið foreldra mína til að treysta mér?

Hvernig get ég fengið foreldra mína til að treysta mér?

Það sem þú getur gert

Til umhugsunar: Er hegðun þín almennt þannig að foreldrar þínir hafi ástæðu til að vantreysta þér?

Páll postuli skrifaði: „Ég ... vil í öllum greinum breyta vel.“ (Hebreabréfið 13:18) Veltu fyrir þér hvort þú hafir alltaf gefið foreldrum þínum réttar upplýsingar um hvar þú hefur verið og hvað þú hefur verið að gera?

Veldu nafn til að sjá sanna sögu.

 Lori  Beverly

 Lori

Ég sendi strák, sem ég var hrifin af, tölvupóst í laumi. Foreldrar mínir komust að því og sögðu mér að hætta því. Ég lofaði að hætta en stóð ekki við það. Þetta gekk þannig fyrir sig í heilt ár. Ég sendi stráknum tölvupóst, foreldrar mínir komust að því, ég baðst afsökunar og lofaði að hætta, en byrjaði svo aftur. Að lokum hættu foreldrar mínir alveg að treyst mér.

Af hverju heldurðu að foreldrar Lori hafi vantreyst henni?

Hvað myndir þú gera ef þú værir í sporum foreldra hennar og hvers vegna?

Hvernig hefði Lori getað sýnt meiri ábyrgðartilfinningu eftir að foreldrar hennar ræddu við hana í fyrsta skiptið um þetta vandamál?

 Beverly

Foreldrar mínir treystu mér alls ekki í samskiptum við stráka, nú skil ég hvers vegna. Ég daðraði stundum við tvo stráka sem voru tveimur árum eldri en ég. Ég talaði líka við þá í síma klukkutímum saman og í boðum talaði ég við þá og eiginlega enga aðra. Foreldrar mínir tóku símann af mér í mánuð, og leyfðu mér ekki að fara á þá staði sem líklegt var að ég hitti þessa stráka.

Hvað hefðir þú gert í sporum foreldra Beverly og hvers vegna?

Finnst þér ósanngjarnt af þeim að takmarka frelsi hennar? Ef svo er, hvernig þá?

Hvernig hefði Beverly getað áunnið traust foreldra sinna á ný?

Að endurheimta traust

Það sem þú getur gert

Það tekur öll unglingsárin að verða áreiðanlegur fullorðinn einstaklingur. Því má líkja við að fara upp stiga, eitt þrep í einu

Í fyrsta lagi skaltu veltu fyrir þér á hvaða sviðum þú hefur glatað trausti foreldra þinna að einhverju leyti.

 • Varðandi útivistatíma

 • Að halda loforð mín

 • Vera stundvís

 • Fara vel með peninga

 • Klára skyldustörfin

 • Fara á fætur þegar ég er vakinn

 • Halda herberginu mínu snyrtilegu

 • Segja satt

 • Nota símann eða tölvuna í hófi

 • Viðurkenna mistök og biðjast afsökunar

 • Annað

Í öðru lagi skaltu einsetja þér að bæta þig. Settu þér það markmið að verðskulda traust á þeim sviðum sem þú merktir við. Fylgdu ráðum Biblíunnar: „Þið eigið að hætta hinni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni sem er spilltur af tælandi girndum.“ (Efesusbréfið 4:22) Með tímanum fara allir að sjá framfarir þínar, þar á meðal foreldrar þínir. – 1. Tímóteusarbréf 4:15.

Í þriðja lagi skaltu tala við foreldra þína um markmið þitt. Í stað þessa að kvarta yfir því að þau vantreysti þér skaltu spyrja þau kurteislega hvað þeim finnist þú þurfir að gera til að ávinna þér traust þeirra á ný.

Viðvörun: Ekki búast við því að foreldrar þínir geri strax tilslakanir. Þau vilja örugglega að þú sýnir að þú getir staðið við loforð þín. Notaðu þetta tækifæri til að sýna að þú verðskuldir traust. Með tímanum getur vel verið að foreldrar þínir sýni þér meira traust og veiti þér meira frelsi. Berverly sem áður var vitnað í hefur reynslu af því. Hún segir: „Það er mun erfiðara að ávinna sér traust en að glata því,“ og bætir við: „Ég er að ávinna mér traust og það er frábær tilfinning.“

Niðurstaðan: Því áreiðanlegri sem þú reynist, þeim mun líklegra er að þér verði sýnt meira traust.