Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Hvað get ég gert ef ég hef ánetjast klámi?

Hvað get ég gert ef ég hef ánetjast klámi?

Það sem þú getur gert

Gerðu þér grein fyrir hvað klám er í raun og veru. Klám er ekkert annað en tilraun til að smána það sem Guð skapaði heiðvirt. Að sjá klám í þessu ljósi auðveldar þér að ‚hata illt‘. – Sálmur 97:10.

Hugsaðu um afleiðingarnar. Klám lítilsvirðir þá sem taka þátt í því. Það vanvirðir líka þann sem horfir á það. Þess vegna segir í Biblíunni: „Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en einfeldningarnir halda áfram og gjalda þess.“ – Orðskviðirnir 22:3.

Taktu ákvörðun. Trúfastur maður að nafni Job sagði: „Ég gerði þann sáttmála við augu mín að líta mey ekki girndarauga.“ (Jobsbók 31:1) Hér eru nokkrir sáttmálar sem þú gætir gert við sjálfan þig:

  • Ég ætla ekki að fara á Netið þegar ég er einn.

  • Ég ætla strax að loka síðum og sprettigluggum sem sýna siðlaust efni.

  • Ég ætla að tala við fullorðinn vin ef mér verður á.

Klám hleður utan á sig – því oftar sem þú horfir á það þeim mun erfiðara er að slíta sig lausan.

Biddu til Guðs. Sálmaritarinn sárbændi Jehóva Guð: „Snú augum mínum frá hégóma, veit mér líf á vegum þínum.“ (Sálmur 119:37) Guð vill að þér takist vel til og ef þú biður til hans veitir hann þér styrk til að gera það sem er rétt. – Filippíbréfið 4:13.

Talaðu við einhvern. Að velja sér trúnaðarvin er oft mikilvægt skref í þá átt að láta af slæmum ávana. – Orðskviðirnir 17:17.

Mundu þetta: Í hvert skipti sem þú forðast að horfa á klám hefurðu unnið mikilvægan sigur. Segðu Jehóva Guði frá þessum sigri og þakkaðu honum fyrir stuðninginn sem hann veitti þér. Þú gleður hjarta hans þegar þú forðast klám. – Orðskviðirnir 27:11.