Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig get ég fengið meiri svefn?

Hvernig get ég fengið meiri svefn?

Biblían segir: „Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.“ (Prédikarinn 4:6) Ef þú færð ekki góða næturhvíld bitnar það á frammistöðu þinni.

  • „Ef ég fæ ekki nægan svefn get ég ekki hugsað skýrt. Ég get ekki einbeitt mér að neinu.“ – Rachel, 19 ára.

  • „Um tvöleytið eftir hádegi hellist þreytan yfir mig og ég sofna næstum því í miðjum samræðum.“ – Kristine, 19 ára.

Þarftu meiri svefn? Hvað hafa jafnaldrar þínir gert til að fá meiri svefn?

Ég forðast að vaka frameftir. Ég hef sett mér það markmið að fara snemma að sofa,“ segir Cahterine sem er 18 ára.

Ég hætti að blaðra. Vinir mínir hringja stundum í mig eða senda SMS mjög seint,“ segir Richard sem er 21 árs, „en fyrir stuttu lærði ég að enda samræðurnar og fara í rúmið.

Ég tem mér reglufestu. Upp á síðkastið hef ég reynt að fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma á hverjum degi,“ segir Jennifer sem er tvítug.

Lykillinn að árangri: Reyndu að minnsta kosti að fá átta tíma svefn á hverri nóttu.

Það er til mikils að vinna ef maður gerir örfáar einfaldar breytingar til að fá meiri svefn. Mundu að góð heilsa skilar sér í betra útliti, betri líðan og betri frammistöðu.

Það er sumt í lífinu sem maður hefur engin áhrif á en maður getur haft áhrif á líkamlega heilsu sína. „Þegar öllu er á botninn hvolft,“ segir Erin sem er 19 ára, „er heilsa mín undir aðeins einni manneskju komin – mér sjálfri.