Hoppa beint í efnið

Hvernig get ég látið mér líka vel við kennarann?

Hvernig get ég látið mér líka vel við kennarann?

Hugsaðu málið

Veltu fyrir þér hvað Rachel upplifði. Rachel var vön að fá A og B í einkunn. En það breyttist í sjöunda bekk. „Kennarinn minn gerði allt sem hann gat til að ég myndi falla,“ segir Rachel. Hvað kom til? Kennarinn gerði bæði Rachel og mömmu hennar ljóst að hann væri ekki hrifinn af trú þeirra.

Kennarar eru eins og steinar til að stikla á. Þeir auðvelda þér að komast til þekkingar en þú verður sjálfur að stíga skrefin.

Hvernig fór þetta? Rachel segir: „Í hvert sinn sem það virtist ekki fara milli mála að fordómar kennarans höfðu áhrif á einkunnir mínar kom mamma með mér og ræddi við hann. Að lokum hætti hann að vera leiðinlegur við mig.“

Ef þú upplifir svipaða erfiðleika taktu þá í þig kjark til að segja foreldrum þínum frá því. Þau eiga án efa eftir að hlusta á þig og tala síðan við kennarann og jafnvel skólastjórann til að finna lausn á vandanum.

Því miður fá ekki öll svona mál farsælan endi. Stundum þarf maður bara að þrauka. (Rómverjabréfið 12:17, 18) „Einn kennarinn minn leit niður á nemendurna,“ segir Tanya. „Oft gerði hann lítið úr okkur og kallaði okkur heimskingja. Til að byrja með grét ég undan honum en svo lærði ég að taka þetta ekki nærri mér. Ég einbeitti mér að verkefnunum og hélt mér þannig upptekinni. Þar af leiðandi lét hann mig yfirleitt vera og ég var ein af fáum sem fékk ágætar einkunnir. Tveim árum síðar var þessi kennari rekinn.“

Niðurstaða: Leggðu þitt af mörkum til að höndla erfiðan kennara. Það á eftir að nýtast þér vel – til dæmis ef þú átt eftir að vinna fyrir erfiðan yfirmann. (1. Pétursbréf 2:18) Þá kanntu líka betur að meta góðan kennara.