Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Er ég tilbúin(n) til að giftast?

Er ég tilbúin(n) til að giftast?

Áður en þú getur svarað því þarftu að þekkja sjálfan * þig vel. Veltu eftirfarandi atriðum fyrir þér.

Samskipti

Hvernig kemurðu fram við foreldra þína og systkini? Missirðu oft stjórn á þér í samskiptum við þau? Ertu hvassyrtur eða notarðu særandi orð til að koma skoðun þinni á framfæri? Hvað ætli þau myndu segja um framkomu þína? Samskipti þín við fjölskylduna gefa til kynna hvernig þú átt eftir að koma fram við maka þinn. – Efesusbréfið 4:31.

Viðmót

Hvort ertu heldur jákvæður eða neikvæður? Gefurðu stundum eftir eða þurfa hlutirnir alltaf að vera gerðir eftir þínu höfði? Heldurðu ró þinni undir álagi? Ertu þolinmóður? Ef þú þroskar með þér ávöxt anda Guðs núna verðurðu betri eiginmaður eða eiginkona þegar að því kemur. – Galatabréfið 5:22, 23.

Fjármál

Hvernig gengur þér að halda utan um fjármálin? Skuldarðu oft? Tekst þér að haldast í vinnu? Ef það gengur illa, hver er ástæðan? Er það vinnan sjálf? Vinnuveitandinn? Eða ertu með einhvern ávana eða galla sem þú þyrftir að bæta úr? Ef þú átt í basli með eigin fjármál hvernig verður það þá þegar þú þarft að sjá um fjármál fjölskyldu? – 1. Tímóteusarbréf 5:8.

Vinátta við Guð

Ertu vottur Jehóva? Hvað gerirðu til að hlúa að vináttunni við Guð? Lestu í Biblíunni og sinnirðu boðunarstarfinu af eigin frumkvæði? Svararðu á samkomum? Tilvonandi maki þinn á ekkert minna skilið en að giftast manneskju sem er sterk í trúnni. – Prédikarinn 4:9, 10.

Því betur sem þú þekkir sjálfan þig því auðveldara áttu með að finna maka sem á eftir að draga fram það góða í fari þínu frekar en það slæma.

^ gr. 3 Þær meginreglur Biblíunnar, sem fjallað er um í þessari grein, eiga við bæði kynin.