Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Hvað á ég að gera ef ég hef brotið reglur foreldra minna?

Hvað á ég að gera ef ég hef brotið reglur foreldra minna?

Svona geturðu komið í veg fyrir að ástandið versni.

Segðu sannleikann. Ef þú gerir það ekki grefurðu undan því trausti sem foreldrar þínir bera enn til þín. Vertu því hreinskilinn og segðu nákvæmlega frá. – Orðskviðirnir 28:13.

  • Ekki reyna að réttlæta það sem gerðist eða gera lítið úr því.

  • Mundu alltaf að „mildilegt svar stöðvar bræði“. – Orðskviðirnir 15:1.

Biðstu afsökunar. Það er viðeigandi að segja að manni þyki leitt að hafa valdið áhyggjum, vonbrigðum eða óþarfa vinnu og kannski verður refsingin líka mildari fyrir vikið. Iðrunin verður þó að vera einlæg.

Taktu afleiðingunum. Það er þroskamerki að sýna í verki að maður tekur afleiðingum gerða sinna. Það besta sem þú gerir er líklega að reyna að ávinna þér traust foreldranna á nýjan leik. – Orðskviðirnir 20:11.

Mundu að það er á ábyrgð foreldra þinna að setja þér ákveðin mörk. Þess vegna talar Biblían um „fyrirmæli föður þíns“ og „viðvörun móður þinnar“. – Orðskviðirnir 6:20.

Ef þú vilt að foreldrar þínir veiti þér meira frelsi skaltu

  • láta það verða að venju að fylgja reglum þeirra.

  • reyna að láta hlýðni vera áberandi einkenni í fari þínu þannig að það verði þér eðlislægt að hlýða.