Hoppa beint í efnið

Hvað ef ég verð fyrir þrýstingi til að stunda kynlíf?

Hvað ef ég verð fyrir þrýstingi til að stunda kynlíf?

Þú gætir spurt þig hvort það sé ekki bara betra að láta undan þrýstingnum. Eru ekki hvort sem er allir að stunda kynlíf?

Staldraðu við og hugsaðu málið.

Staðreynd: Það eru ekki allir að stunda kynlíf.

Þú heyrir kannski um hátt hlutfall í könnunum. Til dæmis kom fram í einni slíkri könnun í Bandaríkjunum að þegar unglingar klára skyldunámið eru tveir af hverjum þremur farnir að stunda kynlíf. En það þýðir þá líka að einn af hverjum þremur – sem er líka stór hópur – gerir það ekki.

En hvað um þá sem stunda kynlíf? Kannanir hafa sýnt fram á að mörg slík ungmenni vakna upp við vondan draum og finna fyrir einu eða fleiri af eftirfarandi einkennum.

Vanlíðan. Flestir unglingar sem hafa stundað kynlíf fyrir hjónaband segjast hafa séð eftir því.

Að stunda kynlíf fyrir hjónaband er eins og að nota fallegt málverk sem dyramottu.

Vantraust. Eftir að hafa stundað kynlíf byrja báðir aðilar að hugsa hjá hverjum rekkjunautur þeirra hafi sofið áður.

Vonbrigði. Undir niðri vilja margar stelpur finna einhvern sem veitir þeim vernd frekar en að notfæra sér þær. Og margir strákar komast að því að þeir hrífast síður af stelpu sem gefur strax færi á sér.

Þegar öllu er á botninn hvolft: Líkami þinn er of verðmætur til að gefa hann öðrum. Sýndu að þú sért sterkur einstaklingur með því að hlýða lögum Guðs um kynlíf utan hjónabands. Þú getur síðan stundað kynlíf síðar meir ef þú ákveður að giftast. Þá getur þú virkilega notið þess og verið laus við allar áhyggjur, eftirsjá og óöryggi sem eru oftar en ekki fylgikvillar kynlífs utan hjónabands. – Orðskviðirnir 7:22, 23; 1. Korintubréf 7:3.