Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Hvernig get ég staðist freistingar?

Hvernig get ég staðist freistingar?

Það sem þú getur gert

Í fyrsta lagi þarftu að skilja að þú ert sjálfur ábyrgur fyrir því sem þú gerir, sama hvað vinir þínir gera.

Í öðru lagi þarftu að gera þér grein fyrir hvaða freistingar hafa sterkustu áhrifin á þig.

Næst skaltu spyrja þig: Hvenær er líklegast að ég láti undan þrýstingi til að gera rangt? (Í skólanum? Í vinnunni? Annars staðar?) Þegar þú veist hvenær mesta hættan er á að verða fyrir þrýstingi gætirðu jafnvel sneitt hjá honum með öllu.

Núna ertu tilbúinn að grípa til aðgerða. Fyrst á dagskrá er að finna út hvernig þú getur forðast aðstæður þar sem þrýst er á þig til að gera rangt. (Dæmi: Ef þú mætir reglulega bekkjarfélögum á leið heim úr skóla, sem reyna að fá þig til að reykja, geturðu kannski farið aðra leið heim.) Sannleikurinn er sá að „vinir“, sem reyna að fá þig til að gera slæma hluti, eru ekki sannir vinir.

Þegar þú lætur undan freistingum verður þú þræll langana þinna

Auðvitað geturðu ekki forðast allan þrýsting til að gera rangt. Fyrr eða síðar verðurðu sennilega fyrir mjög mikilli freistingu – kannski þegar þú átt síst von á henni. Hvað geturðu þá gert?

Lykillinn er að hugsa fram í tímann.

Til umhugsunar: Jesús vissi hvað hann ætlaði að gera í siðferðismálum. Hann var ákveðinn í að hlýða alltaf föður sínum. (Jóhannes 8:28, 29) Lykillinn er því sá að vita alltaf fyrir fram hvað þú ætlar að gera.

Æfing. Reyndu að finna tvær ástæður fyrir því að standast þann þrýsting sem þú verður oftast fyrir. Hugsaðu svo um tvennt sem þú gætir gert til að losna undan honum.

Hvers vegna ættirðu að leyfa öðrum stjórna þér? Hafðu þroska til að gera það sem þú veist að er rétt. (Kólossubréfið 3:5) Gerðu það líka að bænarefni svo að þú getir haldið áfram á sömu braut.− Matteus 6:13.