Hoppa beint í efnið

Hvað ef foreldrar mínir eru að skilja?

Hvað ef foreldrar mínir eru að skilja?

Það sem þú getur gert

 Ræddu um áhyggjur þínar. Láttu foreldra þína vita hvað þú ert leiður og að þú skiljir ekki hvað sé að gerast. Kannski geta þau útskýrt það og dregið þannig úr áhyggjum þínum.

 Ef foreldrar þínir geta ekki veitt þér þann stuðning sem þú þarfnast þá geturðu kannski talað við þroskaðan trúnaðarvin. – Orðskviðirnir 17:17.

 Þú getur umfram allt leitað til himnesks föður þíns, hans „sem heyrir bænir.“ (Sálmur 65:3) Segðu honum frá áhyggjum þínum „því að hann ber umhyggju fyrir [þér].“ – 1. Pétursbréf 5:7.

Það sem þú ættir ekki að gera

Að jafna sig á skilnaði foreldra er eins og að jafna sig á handleggsbroti, ferlið er sársaukafullt en þér batnar með tímanum.

 Ekki vera reiður í langan tíma. „Foreldrar mínir voru eigingjarnir,“ segir Daníel, en foreldrar hans skildu þegar hann var sjö ára. „Þau tóku hvorki tillit til okkar né hugsuðu um hvaða áhrif skilnaðurinn hefði á okkur.”

 Hvaða skaða gæti Daníel orðið fyrir ef hann hættir ekki að vera reiður og gramur? – Vísbending: Lestu Orðskviðina 29:22.

 Hvers vegna getur það verið gott fyrir Daníel að reyna að fyrirgefa foreldrum sínum þann sársauka sem þau hafa valdið honum? − Vísbending: Lestu Efesusbréfið 4:31, 32.

 Forðastu sjálfseyðandi hegðun. „Ég var óhamingjusamur og þunglyndur eftir skilnað foreldra minna,” segir Denny. „Ég lenti í erfiðleikum í skólanum og þurfti að taka sama bekk tvisvar. Eftir það ... varð ég trúðurinn í bekknum og lenti oft í slagsmálum.“

 Hvað heldur þú að Denny hafi verið að reyna að gera með því að verða trúðurinn í bekknum og efna til slagsmála?

 Hvernig gæti meginreglan í Galatabréfinu 6:7 hjálpað fólki eins og Denny að forðast sjálfseyðandi hegðun?

 Særðar tilfinningar eru lengi að gróa. Þegar líf þitt kemst aftur í reglulegt horf jafnarðu þig með tímanum og þér fer að líða betur.