Það sem þú getur gert

Númer 1. Gerðu þér grein fyrir hvers konar fólk þú átt erfiðast með að umgangast.

Aldur:

Mér finnst erfiðast að umgangast ...

 • jafnaldra

 • eldri krakka

 • fullorðna

Færni:

Mér finnst erfiðast að umgangast ...

 • íþróttafólk

 • hæfileikaríkt fólk

 • gáfað fólk

Persónuleiki:

Mér finnst erfiðast að umgangast þá sem eru ...

 • sjálfsöruggir

 • vinsælir

 • í klíku

Númer 2. Hvaða fullyrðing lýsir best viðbrögðum þínum þegar þú ert með fólki eins og því sem þú valdir hér að ofan.

 • Ég þykist hafa svipuð áhugamál eða hæfileika.

 • Ég tala um eigin áhugamál og hlusta ekki á hina.

 • Ég þegi og gríp fyrsta tækifæri til að fara.

Númer 3. Eigðu frumkvæðið. Þú getur ekki alltaf búist við að aðrir komi til þín. Stundum þarft þú að stíga fyrsta skrefið. (Filippíbréfið 2:4) Hvernig fer maður að því?

Einblíndu ekki aðeins á þinn aldurshóp. Hugsaðu um þetta: Er skynsamlegt að takmarka sig við einn aldurshóp og kvarta svo yfir að eignast ekki vini? Það væri eins og deyja úr hungri á eyðieyju þegar sjórinn í kring er fullur af fiski.

Mamma hvatti mig til að reyna að tala við þá sem eru eldri en ég. Hún sagði að það myndi koma mér á óvart hve margt við ættum sameiginlegt. Hún hafði á réttu að standa og nú á ég marga vini!“ – Helena, 20 ára.

Þjálfaðu samskiptahæfnina. Lykillinn er að (1) hlusta, (2) spyrja spurninga og (3) sýna einlægan áhuga. – Jakobsbréfið 1:19.

Ég reyni að hlusta meira en að tala. Og ég reyni að tala ekki mikið um sjálfa mig eða vera neikvæð í garð annarra.“ – Serena, 18 ára.

Ef einhver vill tala við mig um mál sem ég skil ekki, bið ég viðkomandi að útskýra það fyrir mér. Þannig reyni ég að halda samræðunum áfram.“ – Jared, 21 árs.

Ég er feimin að eðlisfari svo að ég verð að leggja hart að mér til að halda uppi samræðum. En til að eignast vini verður maður að vera vingjarnlegur. Þess vegna er ég farin að tala við fólk.“ – Leah, 16 ára.