Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Ættum við að hætta saman? (1. hluti)

Ættum við að hætta saman? (1. hluti)

Stundum er það fyrir bestu að slíta sambandinu. Sjáum hvað Jill segir um það. „Fyrst var ég upp með mér að kærasti minn vildi alltaf vita hvar ég væri, hvað ég væri að gera og með hverjum ég væri. En að lokum gekk þetta svo langt að ég gat ekki verið með neinum öðrum en honum. Hann varð meira að segja afbrýðisamur þegar ég var með fjölskyldunni minni, sérstaklega pabba. Þegar ég batt enda á sambandið fannst mér eins og þungu fargi væri létt af mér.“

Sarah hefur svipaða sögu að segja. Hún fór að taka eftir því að John, kærasti hennar, var kaldhæðinn, kröfuharður og ókurteis. „Einu sinni kom hann þrem tímum of seint að sækja mig,“ segir Sarah. „Hann hunsaði mömmu þegar hún kom til dyra og sagði síðan við mig: ,Drífum okkur, við erum sein.‘ Hann sagði ekki ,ég er seinn‘ heldur ,við erum sein‘. Hann hefði átt að biðjast afsökunar og útskýra af hverju hann var seinn. Síðast en ekki síst hefði hann átt að sýna mömmu virðingu.“

Að sjálfsögðu þarf sambandið ekki að enda þótt öðru ykkar verði á mistök í eitt skipti. (Sálmur 130:3) En þegar Sarah áttaði sig á að John var ókurteis að eðlisfari en ekki bara í þetta eina skipti ákvað hún að slíta sambandinu.

Hvað ef þú kemst að því, líkt og Jill og Sarah, að kærasti þinn eða kærasta er ekki heppilegur maki? Þá skaltu ekki hunsa tilfinningar þínar! Þótt það sé erfitt að kyngja því gæti verið best fyrir ykkur að hætta saman. Í Orðskviðunum 22:3 segir: „Vitur maður sér ógæfuna og felur sig.“

Það er ekki auðvelt að hætta saman. En hjónaband er varanlegt samband. Það er miklu betra að þola skammvinnan sársauka núna en að sjá eftir því alla ævi að hafa valið sér rangan lífsförunaut.