Hoppa beint í efnið

Hvert er tákn hinna ,síðustu daga‘ eða ,síðustu tíma‘?

Hvert er tákn hinna ,síðustu daga‘ eða ,síðustu tíma‘?

Svar Biblíunnar

Í Biblíunni er lýst atburðum og ástandi sem myndi einkenna tímabilið á undan því sem hún nefnir ,endalok veraldar‘. (Matteus 24:3, Biblían 1981) Í Biblíunni er þetta tímabil kallað ,síðustu dagar‘ og ,síðustu tímar‘.(2. Tímóteusarbréf 3:1; Daníel 8:19) Eftirfarandi þættir eru mest áberandi í spádómum hinna ,síðustu daga‘ eða ,síðustu tíma‘:

 • Stríð um allan heim.  Matteus 24:7; Opinberunarbókin 6:4.

 • Hungursneyðir. – Matteus 24:7; Opinberunarbókin 6:5, 6.

 • Miklir jarðskjálftar. – Lúkas 21:11.

 • Drepsóttir eða farsóttir „hræðilegra sjúkdóma“. – Lúkas 21:11, Contemporary English Version

 • Glæpir fara vaxandi. – Matteus 24:12.

 • Eyðing jarðar af mannavöldum. – Opinberunarbókin 11:18.

 • Siðferðileg hnignun í samfélaginu sem birtist í því að menn eru „vanþakklátir, guðlausir ... ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, sviksamir, framhleypnir, drambsamir.“ – 2. Tímóteusarbréf 3:1-4.

 • Sundraðar fjölskyldur þar sem fólk er ,kærleikslaust‘ og börn eru ,óhlýðin foreldrum‘. – 2. Tímóteusarbréf 3:2, 3.

 • Kærleikurinn til Guðs kólnar hjá flestu fólki. – Matteus 24:12.

 • Trúarleg hræsni er áberandi. – 2. Tímóteusarbréf 3:5.

 • Aukin skilningur á spádómum Biblíunnar, þar á meðal þeirra sem tengjast ,síðustu dögunum‘.– Daníel 12:4.

 • Fagnaðarerindið um ríkið boðað um allan heim. – Matteus 24:14.

 • Almennt sinnuleysi og menn hæðast jafnvel að sönnununum fyrir því að endirinn færist nær. – Matteus 24:37-39; 2. Pétursbréf 3:3, 4.

 • Allir þessir spádómar rætast samtímis, ekki bara fáir þeirra eða flestir. – Matteus 24:33.

Lifum við á ,síðustu dögum‘?

Já. Ástandið í heiminum og tímatal Biblíunnar sýnir að síðustu dagar hófust 1914. Það ár var Guðsríki stofnsett á himnum og eitt fyrsta verkefni þess var að reka Satan djöfulinn og djöfla hans frá himnum og takmarka áhrif þeirra við jörðina. (Opinberunarbókin 12:7-12) Áhrif Satans á mannkynið sjást á vondum verkum og viðhorfi fólks sem gerir það að verkum að ,síðustu dagar‘ eru ,örðugar tíðir‘.