Hoppa beint í efnið

Ég er ekki sáttur við lífið og tilveruna – getur trúin, Guð eða Biblían hjálpað mér?

Ég er ekki sáttur við lífið og tilveruna – getur trúin, Guð eða Biblían hjálpað mér?

Svar Biblíunnar

Já. Biblían svarar stóru spurningunum í lífinu. Hún er mjög gömul bók sem hefur að geyma mikla visku, og getur hjálpað þér að líða betur og hafa ánægju af lífinu. Lítum á nokkrar spurningar sem hægt er að fá svör við í Biblíunni.

  1. Er til skapari? Biblían segir að Guð hafi „skapað alla hluti“. (Opinberunarbókin 4:11) Þar sem Guð skapaði okkur veit hann hvers við þörfnumst til að okkur líði vel og líf okkar verði innihaldsríkt.

  2. Er Guði annt um mig? Biblían lýsir ekki Guði þannig að hann sé fálátur og skipti sér lítið af mannkyninu heldur er sagt um hann: „Eigi er hann langt frá neinum af okkur.“ (Postulasagan 17:27) Hann ber umhyggju fyrir þér og vill að þér gangi vel í lífinu. – Jesaja 48:17, 18; 1. Pétursbréf 5:7.

  3. Af hverju gæti mér liðið betur ef ég þekkti Guð? Guð áskapaði okkur andlega þörf, það er að segja ákafa löngun til að skilja tilgang lífsins. (Matteus 4:4) Þessi andlega þörf felur líka í sér löngun til að þekkja skaparann og eiga samband við hann. Guð vill að þú reynir að kynnast sér því að Biblían segir: „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ – Jakobsbréfið 4:8.

Milljónir manna hafa fundið að sambandið við Guð hefur hjálpað þeim að líða betur og verða sáttari við lífið. Þú losnar samt ekki við öll vandamál lífsins þótt þú þekkir Guð. En í Biblíunni má finna visku Guðs sem getur hjálpað þér að:

  • Eiga ánægjulegra fjölskyldulíf.

  • Eiga friðsamleg samskipti við aðra.

  • Takast á við ýmis vandamál svo sem þunglyndi, fjárhagsáhyggjur eða langvinn veikindi.

Margar kirkjudeildir og trúarhópar, sem nota Biblíuna, fara ekki eftir kenningum hennar. Hins vegar getur sönn trú, sem fylgir Biblíunni, hjálpað þér að kynnast Guði.