Hoppa beint í efnið

Reynsla í nálægð dauðans – hvað merkir hún ekki?

Reynsla í nálægð dauðans – hvað merkir hún ekki?

Svar Biblíunnar

Margir þeirra, sem hafa verið við dauðans dyr, segjast hafa minningar um líf ,utan‘ líkamans, skært ljós eða undurfagran stað. „Sumum finnst þessi reynsla veita einstaka innsýn inn á annað tilverusvið“, segir bókin Recollections of Death. Enda þótt Biblían fjalli ekki um reynslu í nálægð dauðans inniheldur hún grundvallarsannindi sem sýna að slík reynsla er ekki innsýn inn í næsta líf.

Hinir dánu eru meðvitundarlausir.

Biblían segir: „Hinir dauðu vita ekki neitt.“ (Prédikarinn 9:5) Við förum ekki yfir á annað svið tilveru eða hugsunar við dauðann, heldur er um algert tilveruleysi að ræða. Kenningin um að menn hafi ódauðlega sál, sem lifir áfram eftir að líkaminn deyr, er ekki frá Biblíunni komin. (Esekíel 18:4) Þess vegna geta engar minningar í nálægð dauðans veitt innsýn í himininn, helju eða framhaldslíf.

Hvað sagði Lasarus um líf eftir dauðann?

Frásaga Biblíunnar af Lasarusi lýsir raunverulegri reynslu af því að deyja: Hann hafði verið dáinn í fjóra daga þegar Jesús reisti hann upp frá dauðum. (Jóhannes 11:38-44) Ef Lasarus hefði upplifað einhvers konar framhaldslíf, hefði verið miskunnarlaust af Jesú að vekja hann aftur til lífs á jörð. Reyndar er ekkert í Biblíunni haft eftir Lasarusi um framhaldslíf. Hann hefði örugglega sagt frá reynslu sinni ef hann hefði haft frá einhverju að segja. Það er eftirtektarvert að Jesús skildi líkja dauða Lasarusar við svefn. Þannig gaf Jesús í skyn að þar sem Lasarus var dáinn væri hann algerlega meðvitundarlaus. – Jóhannes 11:11-14.