Hoppa beint í efnið

Er minnst á hreinsunareld í Biblíunni?

Er minnst á hreinsunareld í Biblíunni?

Svar Biblíunnar

Nei, orðið „hreinsunareldur“ er hvergi að finna í Biblíunni. Ekki heldur þá hugmynd að sálir látinna séu hreinsaðar í hreinsunareldi. * Skoðaðu hvað Biblían kennir varðandi synd og dauða og hvernig það stangast á við kenninguna um hreinsunareld.

  • Trú á blóð Jesú en ekki dvöl í svokölluðum hreinsunareldi hreinsar mann af synd. Biblían segir að ,blóð Jesú, sonar Guðs, hreinsi okkur af allri synd‘ og að ,Jesús Kristur ... hafi leyst okkur frá syndum okkar með blóði sínu‘.(1. Jóhannesarbréf 1:7; Opinberunarbókin 1:5) Jesús gaf „líf sitt til lausnargjalds fyrir alla“ til að borga fyrir syndir þeirra. – Matteus 20:28.

  • Þeir sem eru dánir eru án meðvitundar. „Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt.“ (Prédikarinn 9:5) Sá sem er dáinn hefur enga tilfinningu og getur því ekki hreinsast í hreinsunareldi.

  • Fólki er ekki refsað fyrir syndir eftir dauðann. Biblían segir að ,laun syndarinnar sé dauði‘ og að ,dauður maður sé leystur frá syndinni‘. (Rómverjabréfið 6:7, 23) Dauðinn er alger og fullgild refsing fyrir syndir.

^ gr. 1 Bókin Orpheus: A General History of Religions segir varðandi hreinsunareld: „Það er ekki minnst á hann einu orði í guðspjöllunum“. New Catholic Encyclopedia tekur í sama streng og segir: „Þegar öllu er á botninn hvolft er kenning kaþólsku kirkjunnar um hreinsunareld byggð á erfikenningu en ekki heilagri ritningu.“ – 2. útgáfa, 11. bindi, bls. 825.

^ gr. 8 Sjá bókina New Catholic Encyclopedia, önnur útgáfa, 11. bindi, bls. 824.