Hoppa beint í efnið

Sanna Messíasarspádómar að Jesús hafi verið Messías?

Sanna Messíasarspádómar að Jesús hafi verið Messías?

Svar Biblíunnar

Já, þegar Jesús var á jörðinni uppfyllti hann fjölda spádóma um ,hinn smurða‘ sem myndi verða „frelsari heimsins“. (Daníel 9:25; 1. Jóhannesarbréf 4:14) Og jafnvel eftir dauða sinn hélt Jesús áfram að uppfylla Messíasarspádóma. – Sálmur 110:1; Postulasagan 2:34-36.

 Hvað merkir orðið „Messías“?

Hebreska orðið Ma shi‘ach (Messías) og samsvarandi orð á grísku, Khri stos (Kristur) merkja bæði „hinn smurði“. Þar af leiðandi merkir „Jesús Kristur“, „Jesús hinn smurði“ eða „Jesús Messías“.

Á biblíutímanum var fólk oft smurt með olíu sem var hellt á höfuð þess þegar það var smurt eða skipað í sérstakar valdastöður. (3. Mósebók 8:12; 1. Samúelsbók 16:13) Jesús var útnefndur af Guði til að vera Messías. Þetta er mikil valdastaða. (Postulasagan 2:36) En Guð smurði Jesú ekki með olíu heldur heilögum anda. – Matteus 3:16.

 Gætu fleiri en einn átt að uppfylla Messíasarspádómana?

Nei, rétt eins og fingrafar auðkennir aðeins eina manneskju þá benda uppfylltir spádómar Biblíunnar aðeins á einn Messías, það er að segja Krist. Í Biblíunni er hins vegar varað við „að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er unnt.“ – Matteus 24:24.

 Gæti Messías átt eftir að birtast?

Nei, í Biblíunni er sagt fyrir að Messías yrði afkomandi Davíðs konungs í Ísrael. (Sálmur 89:4, 5) En ættarskrár Gyðinga sem sýna ættartöluna aftur til Davíðs eru týndar. Þær eyðilögðust greinilega þegar Rómverjar unnu Jerúsalem árið 70. * Þaðan í frá er ógerningur fyrir nokkurn að sanna að hann sé af konungsætt Davíðs. Aftur á móti á fyrstu öld, á meðan ættarskrárnar voru til, neituðu jafnvel óvinir Jesú því ekki að hann væri afkomandi Davíðs. – Matteus 22:41-46.

 Hversu margir Messíasarspádómar eru í Biblíunni?

Það er ekki mögulegt að tilgreina ákveðinn fjölda Messíasarspádóma. Það getur verið breytilegt hvernig spádómar eru taldir jafnvel í köflum sem hafa greinilega að geyma Messíasarspádóma. Í Jesaja 53:2-7 er minnst á mörg spádómleg atriði varðandi Messías. Sumir myndu segja að þetta væri einn spádómur en aðrir gætu litið á þetta sem fleiri spádóma.

 Nokkrir Messíasarspádómar sem Jesús uppfyllti

Spádómur

Er að finna í

Uppfylling

Niðji Abrahams

1. Mósebók 22:17, 18

Matteus 1:1

Afkomandi sonar Abrahams, það er Ísaks

1. Mósebók 17:19

Matteus 1:2

Fæddist í Júdaættkvísl í Ísrael

1. Mósebók 49:10

Matteus 1:1, 3

Af konungsætt Davíðs konungs

Jesaja 9:6

Matteus 1:1

Fæddur af mey

Jesaja 7:14

Matteus 1:18, 22, 23

Fæddist í Betlehem

Míka 5:1

Matteus 2:1, 5, 6

Kallaður Immanúel *

Jesaja 7:14

Matteus 1:21-23

Látlaus og fábrotin byrjun

Jesaja 53:2

Lúkas 2:7

Ung börn drepin eftir fæðingu hans

Jeremía 31:15

Matteus 2:16-18

Kallaður frá Egyptalandi

Hósea 11:1

Matteus 2:13-15

Kallaður Nasarei *

Jesaja 11:1

Matteus 2:23

Sendiboði fór á undan honum

Malakí 3:1

Matteus 11:7-10

Smurður sem Messías árið 29 *

Daníel 9:25

Matteus 3:13-17

Guð staðfesti að hann væri sonur sinn

Sálmur 2:7

Postulasagan 13:33, 34

Brann af ákafa vegna húss Guðs

Sálmur 69:10

Jóhannes 2:13-17

Flutti fagnaðarboðskap

Jesaja 61:1

Lúkas 4:16-21

Þjónusta í Galíleu eins og mikið ljós

Jesaja 8:23–9:1

Matteus 4:13-16

Vann kraftaverk eins og Móse

5. Mósebók 18:15

Postulasagan 2:22

Eins og Móse flutti hann boðskap frá Guði

5. Mósebók 18:18, 19

Jóhannes 12:49

Læknaði marga

Jesaja 53:4

Matteus 8:16, 17

Dró ekki athygli að sjálfum sér

Jesaja 42:2

Matteus 12:17, 19

Sýndi þjáðum samúð

Jesaja 42:3

Matteus 12:9-20; Markús 6:34

Boðaði réttlæti Guðs

Jesaja 42:1, 4

Matteus 12:17-20

Undraráðgjafi

Jesaja 9:5, 6

Jóhannes 6:68

Kunngerði nafn Jehóva

Sálmur 22:23

Jóhannes 17:6

Talaði í dæmisögum

Sálmur 78:2

Matteus 13:34, 35

Leiðtogi

Daníel 9:25

Matteus 23:10

Margir trúðu ekki á hann

Jesaja 53:1

Jóhannes 12:37, 38

Ásteytingarsteinn

Jesaja 8:14, 15

Matteus 21:42-44

Hafnað af mönnum

Sálmur 118:22, 23

Postulasagan 4:10, 11

Hataður að ástæðulausu

Sálmur 69:5

Jóhannes 15:24, 25

Reið inn í Jerúsalem á ösnufola

Sakaría 9:9

Matteus 21:4-9

Börn lofuðu hann

Sálmur 8:3

Matteus 21:15, 16

Kom í nafni Jehóva

Sálmur 118:26

Jóhannes 12:12, 13

Svikinn af félaga sem hann treysti

Sálmur 41:10

Jóhannes 13:18

Svikinn fyrir 30 silfurpeninga *

Sakaría 11:12, 13

Matteus 26:14-16; 27:3-10

Vinir hans yfirgáfu hann

Sakaría 13:7

Matteus 26:31, 56

Ljúgvottar báru vitni gegn honum

Sálmur 35:11

Matteus 26:59-61

Hljóður frammi fyrir þeim sem ákærðu hann

Jesaja 53:7

Matteus 27:12-14

Menn hræktu á hann

Jesaja 50:6

Matteus 26:67; 27:27, 30

Sleginn í höfuðið

Míka 4:14

Markús 15:19

Barinn

Jesaja 50:6

Jóhannes 19:1

Veitti þeim ekki mótspyrnu sem slógu hann

Jesaja 50:6

Jóhannes 18:22, 23

Stjórnmálaleiðtogar lögðu á ráðin gegn honum

Sálmur 2:2

Lúkas 23:10-12

Negldur á staur í gegnum hendur og fætur

Sálmur 22:17

Matteus 27:35; Jóhannes 20:25

Hlutkesti varpað um föt hans

Sálmur 22:19

Jóhannes 19:23, 24

Talinn með syndurum

Jesaja 53:12

Matteus 27:38

Smánaður

Sálmur 22:8, 9

Matteus 27:39-43

Leið þjáningar fyrir syndara

Jesaja 53:5, 6

1. Pétursbréf 2:23-25

Guð virtist hafa yfirgefið hann

Sálmur 22:2

Markús 15:34

Gefið edik og beiskar jurtir að drekka

Sálmur 69:22

Matteus 27:34

Þyrstur rétt áður en hann dó

Sálmur 22:16

Jóhannes 19:28, 29

Fól Guði anda sinn

Sálmur 31:6

Lúkas 23:46

Gaf líf sitt

Jesaja 53:12

Markús 15:37

Lagði fram lausnargjald til að taka burtu syndir

Jesaja 53:12

Matteus 20:28

Bein hans voru ekki brotin

Sálmur 34:21

Jóhannes 19:31-33, 36

Stunginn

Sakaría 12:10

Jóhannes 19:33-35, 37

Grafinn með ríkum

Jesaja 53:9

Matteus 27:57-60

Reistur upp frá dauðum

Sálmur 16:10

Postulasagan 2:29-31

Annar kom í stað þess sem sveik

Sálmur 109:8

Postulasagan 1:15-20

Settist við hægri hönd Guðs

Sálmur 110:1

Postulasagan 2:34-36

^ gr. 5 Biblíuorðabókin McClintock and Strong‘s Cyclopedia segir: „Það bendir allt til þess að ættarskrár Gyðinga hafi ekki verið eyðilagðar fyrr en Jerúsalem var lögð í rúst.“

^ gr. 40 Hebreska nafnið Immanuel merkir „Guð með oss“ og lýsir vel hlutverki Jesú sem Messías. Nærvera hans á jörð og verk sanna að Guð er með tilbiðjendum sínum. – Lúkas 2:27-32; 7:12-16.

^ gr. 52 Heitið „Nasarei“ kemur frá hebreska orðinu ne‘tser og þýðir „sproti“.

^ gr. 58 Til að skoða nánar tímatal Biblíunnar varðandi árið 29 sem árið sem Messías kom, sjá greinina „Spádómur Daníels um komu Messíasar“.

^ gr. 127 Þessi spádómur er í bók Sakaría en biblíuritarinn Matteus segir að þetta hafi verið „sagt fyrir munn Jeremía spámanns“. (Matteus 27:9) Bók Jeremía virðist stundum hafa verið fyrst í röð biblíubóka sem kölluðust „spámennirnir“. (Lúkas 24:44) Matteus vísar greinilega í Jeremía þegar hann á við allar bækurnar, þar á meðal bók Sakaría.