Hoppa beint í efnið

Hvernig get ég varið mig gegn kynferðislegri áreitni?

Hvernig get ég varið mig gegn kynferðislegri áreitni?

Svar Biblíunnar

Hugleiddu þessi gagnlegu ráð sem eru byggð á þeirri visku sem er að finna í Biblíunni:

  1. Vertu virðuleg(ur). Sýndu vinnufélögum þínum vinsemd og viðeigandi kurteisi, en varastu samt framkomu sem mætti túlka þannig að þú hafir ekkert á móti því að þér sé sýndur kynferðislegur áhugi. – Matteus 10:16; Kólossubréfið 4:6.

  2. Vertu siðlega til fara. Ögrandi klæðaburður gefur röng skilaboð. Biblían mælir með „sæmandi búningi, með blygð og hóglæti“. – 1. Tímóteusarbréf 2:9, Biblían 1981.

  3. Sýndu skynsemi þegar þú velur þér vini. Ef þú umgengst fólk sem umber eða jafnvel samþykkir daður eða kynferðislega tilburði er líklegra að eins sé komið fram við þig. – Orðskviðirnir 13:20.

  4. Hafnaðu grófu tali. Forðaðu þér ef umræðurnar fara að snúast um klúrar sögur, heimskutal eða klámbrandara. – Efesusbréfið 5:4.

  5. Forðastu vafasamar aðstæður. Taktu með varúð boðum um að vera áfram á vinnustað eftir að vinnutíma líkur nema góð og gild ástæða sé fyrir hendi. – Orðskviðirnir 22:3.

  6. Vertu ákveðin(n) og hreinskilin(n). Ef þú verður fyrir kynferðislegri áreitni skaltu segja gerandanum skýrt og greinilega að þú kærir þig ekki um slíka hegðun. (1. Korintubréf 14:9) Þú gætir til dæmis sagt: „Þú ert alltaf að strjúkast við mig, mér finnst það mjög óþægilegt. Ég vil að þú hættir því.“ Þú gætir líka skrifað gerandanum bréf, lýst atvikinu og sagt hvað þér leið illa og að þú farir fram á að þetta endurtaki sig ekki. Taktu skýrt fram að afstaða þín sé byggð á siðferðiskennd þinni og trúarsannfæringu. – 1. Þessaloníkubréf 4:3-5.

  7. Fáðu hjálp. Ef áreitnin heldur áfram skaltu trúa traustum vini, fjölskyldumeðlim, vinnufélaga eða einhverjum sem hefur reynslu af að hjálpa fórnarlömbum kynferðislegrar áreitni fyrir því sem gerðist. (Orðskviðirnir 27:9) Bænin hefur veitt mörgum sem hafa orðið fyrir slíkri áreitni mikinn styrk. Jafnvel þótt þú hafir aldrei farið með bæn áður skaltu ekki vanmeta hjálpina sem Jehóva „Guð allrar huggunar“ getur veitt þér. – 2. Korintubréf 1:3.

Kynferðisleg áreitni gerir andrúmsloftið á vinnustað fjandsamlegt fyrir milljónir manna, en Biblían getur hjálpað.