Hoppa beint í efnið

Af hverju er Jesús kallaður sonur Guðs?

Af hverju er Jesús kallaður sonur Guðs?

Svar Biblíunnar

Í Biblíunni er Jesús oft kallaður „sonur Guðs“ en það vísar til þess að Guð er skapari og uppspretta alls lífs, þar á meðal Jesú. (Jóhannes 1:49; Sálmur 36:10; Opinberunarbókin 4:11) Biblían kennir ekki að Guð hafi eignast barn á sama hátt og menn eignast börn.

Í Biblíunni eru englarnir líka kallaðir „synir Guðs“. (Jobsbók 1:6) Hún segir einnig að Adam, fyrsti maðurinn, hafi verið ‚sonur Guðs‘. (Lúkas 3:38) Hins vegar talar Biblían um Jesú sem fremstan meðal sona Guðs þar sem hann var fyrsta sköpunarverk hans og sá eini sem hann skapaði milliliðalaust.

 Var Jesús til á himni áður en hann fæddist á jörð?

Já. Jesús var andavera á himni áður en hann fæddist sem maður á jörð. Hann sagði sjálfur: „Ég er stiginn niður af himni.“ – Jóhannes 6:38; 8:23.

Guð skapaði Jesú áður en hann skapaði nokkuð annað. Í Biblíunni segir um Jesú:

Jesús uppfyllti þennan spádóm: „Ævafornt er ætterni hans, frá ómunatíð.“ – Míka 5:1; Matteus 2:4–6.

 Hvað gerði Jesús áður en hann kom til jarðar?

Hann hafði háa stöðu á himni. Jesús vísaði til þessarar stöðu þegar hann bað: „Faðir, ger mig nú dýrlegan ... með þeirri dýrð sem ég hafði hjá þér áður en heimur var til.“ – Jóhannes 17:5.

Hann aðstoðaði föður sinn við að skapa allt annað. Jesús ‚var með í ráðum við hlið Guðs‘. (Orðskviðirnir 8:30) Biblían segir um Jesú: „Allt [var] skapað í honum í himnunum og á jörðinni.“ – Kólossubréfið 1:16.

Guð vann með Jesú að því að skapa allt, þar á meðal allar aðrar andaverur og efnisheiminn. (Opinberunarbókin 5:11) Þetta samstarf Guðs og Jesú var að sumu leyti eins og samstarf arkitekts og húsasmiðs. Arkitektinn hannar og smiðurinn lætur hönnunina verða að veruleika.

Hann var Orðið. Þegar talað er um Jesú í Biblíunni áður en hann kom til jarðar er hann kallaður „Orðið“. (Jóhannes 1:1) Það merkir að Guð notaði hann til að flytja öðrum andaverum upplýsingar og fyrirmæli.

Það virðist líka vera að Jesús hafi talað til manna sem talsmaður Guðs. Sennilega talaði Guð fyrir milligöngu Jesú, það er að segja Orðsins, þegar hann gaf Adam og Evu fyrirmæli í Edengarðinum. (1. Mósebók 2:16, 17) Jesús kann auk þess að hafa verið engillinn sem leiddi Ísraelsmenn til forna gegnum eyðimörkina, og ef til vill var það rödd hans sem þeir þurftu að hlýða í einu og öllu. – 2. Mósebók 23:20–23. *

^ gr. 18 Guð talaði líka fyrir milligöngu fleiri engla en Orðsins. Til dæmis notaði hann aðra engla en frumgetinn son sinn til að flytja Ísraelsmönnum til forna lögmálið. – Postulasagan 7:53; Galatabréfið 3:19; Hebreabréfið 2:2, 3.