Svar Biblíunnar

Guð á ekki eiginkonu, sem hann eignaðist börn með, í bókstaflegum skilningi. Hann er samt skapari alls lífs. (Opinberunarbókin 4:11) Því var Adam, fyrsti maðurinn sem Guð skapaði, kallaður „sonur Guðs“. (Lúkas 3:38) Biblían kennir einnig að Jesús hafi verið skapaður af Guði. Jesús er því líka kallaður „sonur Guðs“. – Jóhannes 1:49.

Guð skapaði Jesú áður en hann skapaði Adam. Páll postuli skrifaði eftirfarandi um Jesú: „Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar.“ (Kólossubréfið 1:15) Líf Jesú hófst löngu áður en hann fæddist í fjárhúsi í Betlehem. Biblían segir meira að segja um uppruna Jesú: „Ævafornt er ætterni hans, frá ómunatíð.“ (Míka 5:1) Þar sem Jesús var frumburður Guðs er rökrétt að hann hafi verið andavera á himni áður en hann fæddist sem maður hér á jörð. Jesús sagði sjálfur: „Ég er stiginn niður af himni.“ – Jóhannes 6:38; 8:23.