Svar Biblíunnar

Jesús var meira en bara góður maður. Það minnsta sem sagt verður um hann er að hann er áhrifamesti maðurinn í sögu mannskyns. Taktu eftir hvað þessir þekktu sagnfræðingar og rithöfundar hafa sagt um hann:

Jesús frá Nasaret ... er vafalaust áhrifamesti maður sögunnar.“ – H. G. Wells, enskur sagnfræðingur.

Í allri sögu mannkyns hefur enginn haft eins mikil áhrif á líf fólks og [Jesús], og áhrif hans fara vaxandi.“ – Kenneth Scott Latourette, bandarískur rithöfundur og sagnfræðingur.

Í Biblíunni er útskýrt hvers vegna Jesús hefur haft víðtækari áhrif á mannkynið en nokkur annar góður maður. Þegar Jesús spurði nánustu fylgjendur sína hvern þeir teldu sig vera svaraði einn þeirra réttilega: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ – Matteus 16:16.