Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Er hægt að vita hverjir skrifuðu Biblíuna?

Er hægt að vita hverjir skrifuðu Biblíuna?

Svar Biblíunnar

Margir halda að það sé ekki hægt að vita hverjir skrifuðu Biblíuna. Oft kemur þó skýrt fram hverjir færðu textann í letur. Sumar bækur Biblíunnar hefjast með orðum eins og: „Frásögn Nehemía,“ „vitrun Jesaja“ og „orð Drottins sem barst Jóel“. – Nehemíabók 1:1; Jesaja 1:1; Jóel 1:1.

Flestir biblíuritarar nefna að þeir hafi skrifað í nafni Drottins Jehóva, hins eina sanna Guðs, og að hann hafi leiðbeint þeim. Spámenn, sem skrifuðu Hebresku ritningarnar, sögðu meira en 300 sinnum: „Svo segir Drottinn.“ (Amos 1:3; Nahúm 1:12; Haggaí 1:2) Sumir þeirra fengu boðskap frá Guði fyrir milligöngu engla. – Sakaría 1:7, 9.

Um 40 menn skrifuðu Biblíuna á 1.600 árum. Sumir skrifuðu fleiri en eina biblíubók. Bækur Biblíunnar eru samtals 66. Þar af eru 39 bækur í Hebresku ritningunum sem oft eru kallaðar Gamla testamentið. Í Grísku ritningunum eru 27 bækur en þær eru oft nefndar Nýja testamentið.

 

Meira

GLEÐIFRÉTTIR FRÁ GUÐI

Er Biblían áreiðanleg?

Ef Guð er höfundur Biblíunnar ætti hún að vera ólík öllum öðrum bókum.

VAKNIÐ!

Ástæður til að treysta Biblíunni — Hreinskilni og heiðarleiki

Í Biblíunni er að finna nægar sannanir fyrir því að hún hafi verið rituð af heiðarlegum mönnum.