Hoppa beint í efnið

Hvenær voru frásagnirnar af Jesú ritaðar?

Hvenær voru frásagnirnar af Jesú ritaðar?

Svar Biblíunnar

Jóhannes postuli ritaði eftirfarandi um frásögn sína af atburðum í lífi Jesú: „Sá er séð hefur vitnar þetta svo að þið trúið líka og vitnisburður hans er sannur. Og hann veit að hann segir satt.“ – Jóhannes 19:35.

Eitt af því sem gerir frásögur guðspjallaritaranna Matteusar, Markúsar, Lúkasar og Jóhannesar traustverðar er að þær voru ritaðar á meðan margir sjónarvottar atburðanna, sem sagt er frá, voru enn á lífi. Samkvæmt sumum heimildum var guðspjall Matteusar ritað aðeins sjö árum eftir dauða Krists, það er að segja, um árið 41. Margir fræðimenn hallast að örlítið seinni ritunartíma, en almennt sammæli er um að allar bækur kristnu Grísku ritninganna hafi verið ritaðar á fyrstu öld e.Kr.

Fólk sem sá Jesú meðan hann lifði hér á jörð, var vitni að dauða hans og sá hann upp risinn gat staðfest frásögn guðspjallanna. Þetta fólk hefði líka auðveldlega getað afhjúpað ónákvæmni, ef hana hefði verið að finna. Prófessor Frederick F. Bruce segir: „Einn af sterku þáttunum í upprunalegri boðun postulanna er sá að þeir höfða óhikað til vitneskju áheyrenda. Þeir segja ekki aðeins: ,Við erum vottar þessa‘ heldur einnig: ,Eins og þið vitið sjálfir‘ (Postulasagan 2:22).“