Hoppa beint í efnið

Hvar heldur Satan djöfullinn til?

Hvar heldur Satan djöfullinn til?

Svar Biblíunnar

Þar sem Satan djöfullinn er andavera þá er hann á ósýnilegu tilverusviði. Það er samt ekki logandi víti þar sem hinir illu eru kvaldir, eins og sýnt er á myndinni sem fylgir greininni.

„Stríð á himnum“

Um tíma gat Satan farið um að vild á andlegu tilverusviði. Hann gat meðal annars komið fram fyrir Guð ásamt trúföstum englum. (Jobsbók 1:6) En því var spáð í Biblíunni að það myndi verða „stríð á himni“ og í kjölfar þess yrði Satan rekinn frá himni og „varpað niður á jörðina“. (Opinberunarbókin 12:7-9) Tímatal Biblíunnar og heimsviðburðirnir staðfesta að þetta stríð á himni hafi þegar átt sér stað. Athafnasvið Satans takmarkast nú við nágrenni jarðar.

Merkir þetta að Satan djöfullinn haldi sig á ákveðnum stað hér á jörðinni? Til dæmis var sagt að „hásæti Satans“ væri í hinni fornu borg Pergamos og að ,Satan byggi þar‘. (Opinberunarbókin 2:13) Sennilega vísar þetta orðalag til þess að Satansdýrkun hafi verið mjög útbreidd í þessari borg. Í Biblíunni er sagt að „öll ríki veraldar“ séu á valdi Satans djöfulsins. Þess vegna býr hann ekki á neinum ákveðnum stað á jörðinni heldur takmarkast tilverusvið hans við nágrenni jarðar. – Lúkas 4:5, 6.